Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar 2. október 2025 13:45 Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun