Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar 2. október 2025 10:46 Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Eva Rós Ólafsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun