Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 09:19 Net- og fjarskiptaþjónusta er smám saman að komast aftur á í Afganistan, eftir að hafa legið niðri í meira en tvo daga. epa/Qudratullah Razwan Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“ Afganistan Mannréttindi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“
Afganistan Mannréttindi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira