Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Agnar Már Másson skrifar 29. september 2025 19:57 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræddi gjaldþrot Play í myndveri. SÝN Forstjóri Icelandair segist ekki getað svarað um orðræðuna í kringum Play í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins. Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu eftir að flugmaður félagsins spáði fyrir gjaldþroti félagsins í viðtali á Bylgjunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var til tals í myndveri í kvöldfréttum Sýnar í dag þar sem gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Play var í brennidepli. Miðaverð í ýmis flug hjá Icelandair hefur farið hækkandi í dag í framhaldi af fregnum af gjaldþrotinu en flugfélög notast gjarnan við breytilegt verðlag í samræmi við eftirspurn. Er það algjört lögmál að síðustu sætin þurfi að kosta þrefalt meira, sérstaklega í svona ástandi? Bogi svarar að Icelandair sé í víðfeðmum rekstri og selji yfir tíu þúsund miða á degi hverjum á ýmsum vefsíðum, til að mynda í gegnum önnur flugfélög. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að grípa inn í og fara að stýra því hverjir geta keypt þessa síðustu miða í ákveðin flug,“ bætir Bogi við sem bætir við að síðustu sætin séu ávallt dýrari. „Það er engin leið fyrir okkur að stýra því hver geti keypt þessa miða. Ef við færum að lækka þetta gæti einhver í Bandaríkjunum alveg eins komið og keypt þetta.“ Flugmaður Icelandair sem spáði fyrir hrapinu Forstjóri Play hefur í dag vísað til óvæginnar umræðu í aðdraganda gjaldþrotsins, sem hafi orðið Play að falli. Skömmu eftir að félagið tryggði sé aukafjármagn til að halda rekstri sínum áfram mætti Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags atvinnuflugmanna og starfsmaður Icelandair, í viðtal á Bylgjunni þar sem hann fullyrti að Play væri í þann mund að fara í gjaldþrot. Finnið þið til ábyrgðar á þessari umræðu og hvernig stendur á því að það sé þörf ykkar starfsmanna að koma í fjölmiðla til að segja sérstaklega þessar fréttir? „Ég þekki ekki þá þörf. Þessi aðili sem þú ert að nefna er formaður félags atvinnuflugmanna og talar í því umboði þarna,“ svarar Bogi sem kveðst þannig ekki getað tjáð sig um ummælin. En hvað finnst þér um þau? „Við höfum alltaf sagt að við berum virðingu fyrir samkeppninni og viljum hafa samkeppni í okkar umhverfi. Og hér eftir sem hingað til verður mikil samkeppni í okkar umhverfi, það eru tuttugu flugfélög að fljúga hingað og við fögnum samkeppninni. Play kvartaði til SKE Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna þessa og sakaði Icelandair um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Icelandair fékk þá kvörtun á sitt borð, að sögn Boga, sem ítrekar þó að starfsmaðurinn hafi mætt í viðtal á vegum FÍA en ekki Icelandair. „Þetta er engan veginn gert í samstarfi við Icelandair eða okkur, þessi ummæli sem hann kom fram með. Þannig að ég veit ekki alveg hver staðan er á svari okkar til Samkeppniseftirlitsins.“ Njóti ekki verndar hjá ríkinu Nú eruð þið risin á markaðnum. Þið njótið ákveðinnar verndar hjá ríkinu. Allir ríkisstarfsmenn fljúga hjá Icelandair út af vildarpunktum. Það hefur verið rætt um þetta margoft. Þið eruð rótgróið flugfyrirtæki hér á landi. Ættuð þið að styðja betur samkeppnina? „Ég held að við njótum engrar verndar hjá íslenska ríkinu,“ svarar Bogi sem telur að starfsmenn ferðist ekki hjá Icelandair vegna vildarpunkta heldur vegna gæða. Icelandair sé stórt félag á Íslandi en „pínulítið flugfélag í alþjóðlegu samhengi.“ Hann jánkar því aðspurður að Play hafi ekki endilega verið stærsti samkeppnisaðili Icelandair. „Við erum pínulítið peð í þessu samhengi og það er krefjandi að reka flugfélag á Íslandi,“ segir Bogi. Hverjar eru tilfinningarnar þegar annar innlendur aðili fer í gjaldþrot? „Þær eru ömurlegar. Þetta er lítill heimur, flugrekstur á Íslandi. Maður á vini og kunningja hjá Play og hugur okkar er hjá Play og ekki síður farþegunum sem eru því miður strandaglópar víða.“ Gjaldþrot Play Play Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var til tals í myndveri í kvöldfréttum Sýnar í dag þar sem gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins Play var í brennidepli. Miðaverð í ýmis flug hjá Icelandair hefur farið hækkandi í dag í framhaldi af fregnum af gjaldþrotinu en flugfélög notast gjarnan við breytilegt verðlag í samræmi við eftirspurn. Er það algjört lögmál að síðustu sætin þurfi að kosta þrefalt meira, sérstaklega í svona ástandi? Bogi svarar að Icelandair sé í víðfeðmum rekstri og selji yfir tíu þúsund miða á degi hverjum á ýmsum vefsíðum, til að mynda í gegnum önnur flugfélög. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að grípa inn í og fara að stýra því hverjir geta keypt þessa síðustu miða í ákveðin flug,“ bætir Bogi við sem bætir við að síðustu sætin séu ávallt dýrari. „Það er engin leið fyrir okkur að stýra því hver geti keypt þessa miða. Ef við færum að lækka þetta gæti einhver í Bandaríkjunum alveg eins komið og keypt þetta.“ Flugmaður Icelandair sem spáði fyrir hrapinu Forstjóri Play hefur í dag vísað til óvæginnar umræðu í aðdraganda gjaldþrotsins, sem hafi orðið Play að falli. Skömmu eftir að félagið tryggði sé aukafjármagn til að halda rekstri sínum áfram mætti Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags atvinnuflugmanna og starfsmaður Icelandair, í viðtal á Bylgjunni þar sem hann fullyrti að Play væri í þann mund að fara í gjaldþrot. Finnið þið til ábyrgðar á þessari umræðu og hvernig stendur á því að það sé þörf ykkar starfsmanna að koma í fjölmiðla til að segja sérstaklega þessar fréttir? „Ég þekki ekki þá þörf. Þessi aðili sem þú ert að nefna er formaður félags atvinnuflugmanna og talar í því umboði þarna,“ svarar Bogi sem kveðst þannig ekki getað tjáð sig um ummælin. En hvað finnst þér um þau? „Við höfum alltaf sagt að við berum virðingu fyrir samkeppninni og viljum hafa samkeppni í okkar umhverfi. Og hér eftir sem hingað til verður mikil samkeppni í okkar umhverfi, það eru tuttugu flugfélög að fljúga hingað og við fögnum samkeppninni. Play kvartaði til SKE Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna þessa og sakaði Icelandair um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Icelandair fékk þá kvörtun á sitt borð, að sögn Boga, sem ítrekar þó að starfsmaðurinn hafi mætt í viðtal á vegum FÍA en ekki Icelandair. „Þetta er engan veginn gert í samstarfi við Icelandair eða okkur, þessi ummæli sem hann kom fram með. Þannig að ég veit ekki alveg hver staðan er á svari okkar til Samkeppniseftirlitsins.“ Njóti ekki verndar hjá ríkinu Nú eruð þið risin á markaðnum. Þið njótið ákveðinnar verndar hjá ríkinu. Allir ríkisstarfsmenn fljúga hjá Icelandair út af vildarpunktum. Það hefur verið rætt um þetta margoft. Þið eruð rótgróið flugfyrirtæki hér á landi. Ættuð þið að styðja betur samkeppnina? „Ég held að við njótum engrar verndar hjá íslenska ríkinu,“ svarar Bogi sem telur að starfsmenn ferðist ekki hjá Icelandair vegna vildarpunkta heldur vegna gæða. Icelandair sé stórt félag á Íslandi en „pínulítið flugfélag í alþjóðlegu samhengi.“ Hann jánkar því aðspurður að Play hafi ekki endilega verið stærsti samkeppnisaðili Icelandair. „Við erum pínulítið peð í þessu samhengi og það er krefjandi að reka flugfélag á Íslandi,“ segir Bogi. Hverjar eru tilfinningarnar þegar annar innlendur aðili fer í gjaldþrot? „Þær eru ömurlegar. Þetta er lítill heimur, flugrekstur á Íslandi. Maður á vini og kunningja hjá Play og hugur okkar er hjá Play og ekki síður farþegunum sem eru því miður strandaglópar víða.“
Gjaldþrot Play Play Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira