Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 29. september 2025 09:01 Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Þátttaka í verkefninu felur í sér markvissa og kerfisbundna innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbindingu um að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Borgin hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmálinn er innleiddur í leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Með þátttöku í verkefninu væri stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Hvers vegna skiptir máli að verða Barnvænt sveitarfélag? Það er þannig að flest, ef ekki allt, í borginni snertir líf barns. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Við segjum oft að gæði samfélags séu mæld eftir því hvernig við hlúum að börnum okkar. Þetta er ekki bara falleg setning heldur prófsteinn á manngildi okkar og forgangsröðun. Þegar börnum líður vel þá líður samfélaginu vel og þegar börn finna að þau skipta máli og geti haft áhrif á þeirra nærsamfélag þá verður borgin betri og mennskari. Við eigum að gera allt sem við getum til að það sé gott að vera barn í Reykjavík. Börn eru ekki aðeins framtíðin, þau eru nútíðin. Þau lifa hér og nú í borginni okkar og upplifa daglega ákvarðanir borgarstjórnar. Allt sem borgin gerir, frá fjárhagsáætlunum til ákvarðana um skipulagsmál, hefur áhrif á börn. Þegar við ákveðum hvernig hverfi eru skipulögð, hvernig samgöngur eru hannaðar, hvernig þjónusta er veitt í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þá upplifum við, sem teljumst fullorðin, það ekki með sama hætti og börn. Það sem fyrir okkur kann að vera lítið atriði í fjárhagsáætlun getur haft afgerandi áhrif á líf barns. Þess vegna skiptir máli að við hugum alltaf að því hverjar afleiðingar ákvarðana og þjónustu borgarinnar er á börn. Lengi býr að fyrstu gerð og þar á forgangsröðin að liggja. Afgreiðsla meirihluta borgarstjórnar í málinu felur í sér algjört metnaðarleysi Reykjavíkurráð ungmenna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við það að Reykjavíkurborg hefji þá vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag. Það segir okkur að þau vilja að við tökum hagsmuni þeirra alvarlega og hlustum á börn þegar við tökum ákvarðanir. Meirihluti borgarstjórnar virðist þó ekki vera sannfærður um ágæti verkefnisins. Raunar báru ræður meirihlutans með sér vanþekkingu á verkefninu og skort á vilja til að láta kné fylgja kviði þegar kemur að réttindum barna. Meirihlutinn hélt því fram að borgin væri nú þegar Barnvænt sveitarfélag og vísaði til tillögu sem samþykkt var árið 2014. Staðreyndin er þó sú að þróun á verkefninu Barnvænt sveitarfélög hófst ekki fyrr en árið 2016 og 18. nóvember 2019 í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samning um samstarf við félagsmálaráðuneytið við innleiðingu verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að verða Barnvænt sveitarfélag þótt tekin hafa verið skref í átt að innleiðingu barnasáttmálans í starf borgarinnar t.a.m. með ofangreindum réttindaskólum. Meirihlutinn segist vera hlynntur því að barnasáttmálinn sé markvisst og kerfislega innleiddur í Reykjavíkurborg en í stað þess sýna það í verki með því að samþykkja tillögu um þátttöku í verkefni sem snýr einmitt að því kom hann með breytingartillögu þess efnis að ávinningur verkefnisins verði skoðaður. Það vekur furðu að meirihlutinn átti sig ekki á augljósum ávinningi verkefnisins fyrir hagsmuni barna, líkt og fjölmörg sveitarfélög hafa gert bæði hérlendis og erlendis. En sennilega var málinu vísað áfram til frekari greiningar svo að meirihlutinn geti lagt málið aftur fram seinna sem sitt eigið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Hagsmunir barna eiga að vera í fyrsta sæti Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Samþykkt tillögunnar hefði verið tækifæri fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að sameinast um að setja réttindi barna í forgang. Ekki vegna þess að í því felst ákveðin táknræn viðurkenning. Mun frekar vegna þess að í því fælist raunveruleg skuldbinding borgarinnar um að innleiða Barnasáttmálann með markvissum og kerfisbundnum hætti í stjórnsýslu og starfsemi Reykjavíkurborgar sem og að þverpólitísk samstaða um þátttöku í verkefninu væri yfirlýsing til barna í borginni um að þau skipta máli. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Réttindi barna Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Þátttaka í verkefninu felur í sér markvissa og kerfisbundna innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbindingu um að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Borgin hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmálinn er innleiddur í leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Með þátttöku í verkefninu væri stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Hvers vegna skiptir máli að verða Barnvænt sveitarfélag? Það er þannig að flest, ef ekki allt, í borginni snertir líf barns. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Við segjum oft að gæði samfélags séu mæld eftir því hvernig við hlúum að börnum okkar. Þetta er ekki bara falleg setning heldur prófsteinn á manngildi okkar og forgangsröðun. Þegar börnum líður vel þá líður samfélaginu vel og þegar börn finna að þau skipta máli og geti haft áhrif á þeirra nærsamfélag þá verður borgin betri og mennskari. Við eigum að gera allt sem við getum til að það sé gott að vera barn í Reykjavík. Börn eru ekki aðeins framtíðin, þau eru nútíðin. Þau lifa hér og nú í borginni okkar og upplifa daglega ákvarðanir borgarstjórnar. Allt sem borgin gerir, frá fjárhagsáætlunum til ákvarðana um skipulagsmál, hefur áhrif á börn. Þegar við ákveðum hvernig hverfi eru skipulögð, hvernig samgöngur eru hannaðar, hvernig þjónusta er veitt í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum þá upplifum við, sem teljumst fullorðin, það ekki með sama hætti og börn. Það sem fyrir okkur kann að vera lítið atriði í fjárhagsáætlun getur haft afgerandi áhrif á líf barns. Þess vegna skiptir máli að við hugum alltaf að því hverjar afleiðingar ákvarðana og þjónustu borgarinnar er á börn. Lengi býr að fyrstu gerð og þar á forgangsröðin að liggja. Afgreiðsla meirihluta borgarstjórnar í málinu felur í sér algjört metnaðarleysi Reykjavíkurráð ungmenna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við það að Reykjavíkurborg hefji þá vegferð að verða Barnvænt sveitarfélag. Það segir okkur að þau vilja að við tökum hagsmuni þeirra alvarlega og hlustum á börn þegar við tökum ákvarðanir. Meirihluti borgarstjórnar virðist þó ekki vera sannfærður um ágæti verkefnisins. Raunar báru ræður meirihlutans með sér vanþekkingu á verkefninu og skort á vilja til að láta kné fylgja kviði þegar kemur að réttindum barna. Meirihlutinn hélt því fram að borgin væri nú þegar Barnvænt sveitarfélag og vísaði til tillögu sem samþykkt var árið 2014. Staðreyndin er þó sú að þróun á verkefninu Barnvænt sveitarfélög hófst ekki fyrr en árið 2016 og 18. nóvember 2019 í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samning um samstarf við félagsmálaráðuneytið við innleiðingu verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið ákvörðun um að verða Barnvænt sveitarfélag þótt tekin hafa verið skref í átt að innleiðingu barnasáttmálans í starf borgarinnar t.a.m. með ofangreindum réttindaskólum. Meirihlutinn segist vera hlynntur því að barnasáttmálinn sé markvisst og kerfislega innleiddur í Reykjavíkurborg en í stað þess sýna það í verki með því að samþykkja tillögu um þátttöku í verkefni sem snýr einmitt að því kom hann með breytingartillögu þess efnis að ávinningur verkefnisins verði skoðaður. Það vekur furðu að meirihlutinn átti sig ekki á augljósum ávinningi verkefnisins fyrir hagsmuni barna, líkt og fjölmörg sveitarfélög hafa gert bæði hérlendis og erlendis. En sennilega var málinu vísað áfram til frekari greiningar svo að meirihlutinn geti lagt málið aftur fram seinna sem sitt eigið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Hagsmunir barna eiga að vera í fyrsta sæti Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Samþykkt tillögunnar hefði verið tækifæri fyrir borgarstjórn Reykjavíkur að sameinast um að setja réttindi barna í forgang. Ekki vegna þess að í því felst ákveðin táknræn viðurkenning. Mun frekar vegna þess að í því fælist raunveruleg skuldbinding borgarinnar um að innleiða Barnasáttmálann með markvissum og kerfisbundnum hætti í stjórnsýslu og starfsemi Reykjavíkurborgar sem og að þverpólitísk samstaða um þátttöku í verkefninu væri yfirlýsing til barna í borginni um að þau skipta máli. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Það á ekki að skipta máli hvaðan gott kemur. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun