Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar 27. september 2025 07:31 Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Strætó Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2023 bárust íbúum fjöleignarhúsa á horni Klapparstígs og Skúlagötu þau tíðindi að til stæði að flytja endastöð Strætó fyrir fimm leiðir frá Hlemmi og staðsetja hana fyrir framan húsin – tímabundið, eins og það var orðað. Til þess þurfti borgin að breyta deiliskipulagi á reitnum. Nú hófst mikil en árangurslaus skriffinnska og vinna við að mótmæla flutningnum við skipulagsbákn borgarinnar. Í kjölfarið kærði húsfélagið breytinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þar fórum við einnig bónleið til búðar. Það var ekki fyrr en við snerum okkur til umboðsmanns Alþingis að við fundum fyrst fyrir meðbyr. Umboðsmaður óskaði eftir því að úrskurðarnefndin lýsti afstöðu sinni: Hvers vegna væru augljósir annmarkar í málsmeðferð borgarinnar ekki taldir ráða úrslitum um gildi skipulagsbreytingarinnar? Hefði verið litið til áhrifa á loft- og hljóðmengun, og hefði Reykjavíkurborg yfirhöfuð látið fara fram fullnægjandi valkostamat? Svör nefndarinnar voru svo rýr að umboðsmaður sendi annað bréf þar sem hann ítrekaði kröfu sína um ítarlegar skýringar. Slíkt bréf er ekki einsdæmi; umboðsmaður hefur um þessar mundir einnig þurft að senda annað bréf í máli grænu kjötvinnslunnar í Álfabakka til borgaryfirvalda. Hér blasir við manni mynd af stjórnsýslu sem í viðbrögðum umboðsmanns fela í sér þungan áfellisdóm í skipulagsmálum. Ónæði og stjórnleysi Til að gera langa sögu stutta, endastöðin kom. Með því hófst nýr kafli af samskiptum við borgaryfirvöld og Strætó. Fram komu endalausar kvartanir íbúa til forsvarsmanna Strætó, stjórnar fyrirtækisins og einstakra borgarfulltrúa um vagna í lausagangi og almennt ónæði. Lítt gekk hjá stjórnendum Strætó að hafa stjórn á sínu starfsfólki bæði daga og nætur. Velta má fyrir sér hvort Strætó sé í beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra sína eða hvort þeir séu í verktöku eða fengnir frá starfsmannaleigum. Til að byrja með var fátt um svör en að lokum fóru þau að berast. Tveir borgarstjórar hafa skrifað okkur og lofað að endastöðin færi eins fljótt og kostur er. Það vakti því talsverða undrun þegar framkvæmdastjóri Strætó sendi okkur nýlega bréf og sagði að hún færi mögulega ekki fyrr en 2031 – og jafnvel aldrei. Hér endurspeglast stefnuleysi stjórnvalda í almenningssamgöngum og stjórnleysi. Yfirlætisleg svör Önnur viðbrögð stjórnmálamanna hafa jafnvel einkennst af yfirlæti. Í einu bréfi til okkar sagði forráðamaður skipulagsmála borgarinnar: „Þessi staðsetning er nálægt mjög þungri umferðargötu og ég hlýt að trúa að það sé ekki svo rosalega mikill munur á hljóðinu sem myndast við að vagnarnir stoppi þarna, miðað við Sæbrautina almennt.“ Hér má velta fyrir sér hvort umræddur fulltrúi hafi yfir höfuð skoðað hljóðmönina við Sæbraut sem ætlað er að skýla okkur gegn því ónæði. Í þessu birtist tónn sem má orða svo: Ástandið er hvort sem er vont, og því skiptir ekki máli þótt það versni. Vont – en það venst. Það telst ekki góð dómgreind í stefnumörkun í skipulagsmálum. Notkun sem stendur í stað Stefnumörkun í almenningssamgöngum og staðsetning þeirra ætti að byggja á hagsmunamati um kostnað og ábata. Ábatinn endurspeglast í fjölda notenda. Vagnar á Skúlagötu má telja í hundruðum á dag – á sama tíma blasir við hve farþegar eru fáir. Samkvæmt ársskýrslum Strætó var farþegafjöldi árið 2024 um 12 milljónir innstiga – sem er nokkurn veginn það sama og árið 2017. Þegar leiðrétt er fyrir íbúafjölda er notkunin árið 2024 í raun á sama stigi og hún var árið 2013. Þrátt fyrir Samgöngusáttmálann og áherslur stjórnvalda í borginni. Hlutfall þeirra sem ferðast með Strætó til vinnu eða skóla í Reykjavík er aðeins 8% en var 12% árið 2017 samkvæmt ferðavenjukönnun Gallup. Upplýsingar um notkun Strætó eru annars vægast sagt torfengnar; Hagstofan safnar þeim ekki og ársskýrslur Strætó ná aðeins þrjú ár aftur í tímann í mánaðarlegum gögnum. Það er heilmikið púsluspil að fá mynd af notkuninni sem kallar á aðra umræðu í ljósi þeirrar forgangsröðunar sem nú er í gangi. Loforð sem ekki eru efnd – og fjárfestingar sem skila litlu Í öllu þessu birtist mynd af óstjórn í almenningssamgöngum: loforð sem ekki eru efnd, ófullnægjandi svör og fjárfestingar sem skila litlu. Í nyrstu höfuðborg heims eiga almenningssamgöngur á brattann að sækja. Hvatar veðurfars vinna ekki með þeim. Notkun verður hvorki aukin með því að stilla fólki upp við vegg um dyggð almenningssamgangna né að notendur séu látnir kokgleypa hana með því að þrengja að einkabílnum. Sporin hræða þegar hugað er að risavaxinni fjárfestingu Borgarlínu og að einblína um of á hana. Hvað sem þessu líður er víst að við íbúar hér við Skúlagötu þurfum áfram að kokgleypa þessa endastöð og búa við ónæði af starfsemi og hávaða, en sárafáir koma út úr vögnunum. Höfundur er formaður húsfélagsins Völundar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar