Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 16:12 Lai Ching-te, forseti Taívan. Einn hinna dæmdu var aðstoðarmaður hans. Getty/Annabelle Chih Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta Taívan og þrír aðrir sem störfuðu fyrir stjórnarflokk landsins hafa verið dæmdir fyrir njósnir. Mennirnir eru sagðir hafa njósnað fyrir Kína og voru þeir dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsi. Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana. Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Einn mannanna starfaði í utanríkisráðuneyti Taívan, undir stjórn Joseph Wu, sem stýrir nú vörnum eyríkisins. Huang Chu-jung, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarfulltrúa Taipei, var einnig dæmdur fyrir njósnir en hann fékk tíu ára fangelsisdóm. Saksóknarar höfðu farið fram á átján ára dóm gegn honum, þar sem hann er sagður hafa leitt hópinn. Samkvæmt frétt BBC eru mennirnir sakaðir um að hafa njósnað fyrir Kínverja um langt skeið og að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum með kínverskum njósnurum. Huang sendi mennina út til að öðlast leynilegar upplýsingar sem hann sendi svo til Kína í dulkóðuðu formi með sérstökum hugbúnaði. Í staðinn fengu mennirnir greitt töluvert af peningum. Á undanförnum árum hafa margir háttsettir embættismenn í Taívan verið sakaðir um og dæmdir fyrir njósnir. Heita því að ná tökum á Taívan Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Fá tækni og þjálfun frá Rússum Sérfræðingar bresku hernaðarhugveitunnar Royal united services institute, sögðu frá því í skýrslu sem birt var í dag að ráðamenn í Rússlandi hafi selt Kínverjum tækni og sent þjálfara til Kína sem ætlað er að auðvelda þeim að ná tökum á Taívan. Rusi er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI, sem byggir á gögnum frá bæði Rússlandi og Kína sem tölvuþrjótar komu höndum yfir, segir að tækni þessi og þjálfunin snúi að því að auðvelda Kínverjum að varpa bæði mönnum og bryndrekum úr lofti í fallhlífum. Þó hernaðargeta Kínverja hafi aukist til muna á undanförnum árum og þeir standi Rússum framar á flestum sviðum, hafa Rússar mun meiri reynslu af fallhlífarhernaði og tækni sem Kínverja skortir, samkvæmt skýrslu RUSI. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjar gætu náð tökum á flugvöllum í Taívan með fallhlífarhermönnum og þannig gætu þeir flutt mikinn fjölda hermanna og hergögn bakvið varnarlínur Taívana.
Taívan Kína Tengdar fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20 Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. 19. september 2025 14:20
Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. 12. júní 2025 10:32