Lífið

Fargufan nýjasta æðið á Ís­landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafdís er í dag mikið fyrir gufur þó hún hafi alls ekki verið það fyrir örfáum árum.
Hafdís er í dag mikið fyrir gufur þó hún hafi alls ekki verið það fyrir örfáum árum.

Íslendingar virðast elska góð æði. Allavega er hægt að nefna fjölmörg æði sem hafa gripið landann í gegnum tíðina.

Fyrir nokkrum árum voru allir í Crossfit, núna virðast allir vera hlaupandi. Annar hver maður á AirFryer, allir smökkuðu Dubai-súkkulaðið og núna eru flestir duglegir að taka steinefni og sölt. Nýjasta æðið til að grípa þjóðina er að gusa sig vel og vandlega í fargufum sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðast hvar.

Tómas Arnar fékk að upplifa gusu ritúal ásamt helstu gusuðum Rjúkandi fargufu en einnig ræddi hann við Hafdísi Hrund Gísladóttur sem kom fyrst með fargufumenningi til landsins.

Loturnar þurftu að koma til landsins

„Ég kynnist svona gufugusum í Danmörku þegar ég fer þangað að vesenast á vegum Ylstrandarinnar þar sem ég er að vinna. Ég var ekkert fyrir gufur,“ segir Hafdís og heldur áfram.

„Síðan kynnist ég þessum lotum og hugsaði strax, þetta verður að koma til Íslands,“ segir Hafdís sem byrjaði með fargufuna árið 2019 í litlu hjólhýsi sem var málað og gert upp sem gufuhús á hjólum. Núna eru fargufurnar orðnar þrjár og standa við Ægissíðu, Skarfaklett og í Gufunesinu.

„Þetta hefur stækkað svona jafnt og þétt. Engin svona sprengja en jafnt og þétt,“ segir Hafdís en hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi sem var á Sýn. Þar má sjá fréttamanninn Tómas Arnar Þorláksson prófa umrædda fargufu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.