Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar 2. október 2025 08:01 Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun