Hélt ræðu gráti nær Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á viðburði um börn á Gasa. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók til máls á viðburðinum „Kall til aðgerðar fyrir palestínsk börn á Vesturbakkanum og í Gasa,“ sem er hluti af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York-borg. Á viðburðinum var sýnt myndskeið þar sem Muna, þrettán ára barn, lýsti raunum sínum af stríðinu. Hún lýsti árás sem gerð var á heimili hennar þar sem hún missti móður sína og tvö systkini. „Ég fann frænku pabba míns sem var slösuð og þegar ég rétti fram höndina til hennar til að hjálpa kastaði næsta sprengja mér aftur á bak. Ég byrjaði að öskra og kalla á hjálp. Þá sá ég að það vantaði á mig fótlegginn,“ segir Muna, tólf ára palestínsk stúlka. Að loknu myndskeiðinu tók Riyad Mansour, sendiherra Palestínu, til máls. Í stað þess að halda formlega ræðu sagði hann sögu af palestínsku barni sem bjó á Gasa, til að heiðra öll palestínsku börnin sem hafa dáið. Mansour sagði frá gáfuðum tólf ára dreng, sem kosinn hafði verið fulltrúi þrjú hundruð þúsund nemenda skóla Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), til að vera fulltrúi þeirra á fundi með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum kallaði drengurinn eftir að áfangi um mannréttindi yrði tekinn aftur upp í skólum á vegum UNRWA. Hann hafi verið svo sannfærandi að Guterres tilkynnti á staðnum að slík kennsla myndi hefjast aftur þegar í stað. Með kökk í hálsinum Þorgerður Katrín tók til máls á eftir Mansour og mátti greinilega heyra að hún var með kökk í hálsinum. „Það er svolítið erfitt að segja nokkur orð eftir öll þessi áhrifamiklu innslög en ég mun reyna að halda mig við mína punkta. Ég vil samt taka undir með sendiherranum sem sagði að við þurfum að vernda börnin sem eru ennþá á lífi. Ekkert barn ætti að þurfa að þola ómannúðlegu meðferðina sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö árin,“ eru orðin sem Þorgerður Katrín hóf ræðu sína á. Hún sagði að börnin á Gasa væru að verða fyrir fordæmalausu ofbeldi sem bryti gegn rétti þeirra til að vera vernduð. „Þegar brotið er á þessum skyldum er það skylda ríkja, sérstaklega þeirra sem eru hluti af Geneva-sáttmálanum, og Barnamálasáttmálanum, að krefjast ábyrgðar og virðingar fyrir lögunum. Annars get ég sagt að við séum að bregðast þeim,“ sagði hún. Þorgerður kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og óhindruðu aðgengi mannúðaraðstoðar að Gasa. Þá sagði hún einnig að það þyrfti að láta öll börn sem tekin hafa verið í hald laus, auk allra gísla. „Ísraelar og allir sem koma að málinu þurfa að virða barnasáttmálann og hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt til menntunar. Á Gasa er þriðja skólaárið horfið. Á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem hafa ísraelsk yfirvöld einnig komið í veg fyrir nám barnanna,“ sagði Þorgerður. „Til framtíðar þurfa allar áætlanir um enduruppbyggingu á Gasa einnig að taka mið af menntun 660 þúsund skólabarnanna. UNRWA er það eina sem hefur getuna til að aðstoða á slíkum skala og þarf að fá leyfi til að ná þessu í gegn.“ Myndskeið af ræðunni má sjá hér. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók til máls á viðburðinum „Kall til aðgerðar fyrir palestínsk börn á Vesturbakkanum og í Gasa,“ sem er hluti af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York-borg. Á viðburðinum var sýnt myndskeið þar sem Muna, þrettán ára barn, lýsti raunum sínum af stríðinu. Hún lýsti árás sem gerð var á heimili hennar þar sem hún missti móður sína og tvö systkini. „Ég fann frænku pabba míns sem var slösuð og þegar ég rétti fram höndina til hennar til að hjálpa kastaði næsta sprengja mér aftur á bak. Ég byrjaði að öskra og kalla á hjálp. Þá sá ég að það vantaði á mig fótlegginn,“ segir Muna, tólf ára palestínsk stúlka. Að loknu myndskeiðinu tók Riyad Mansour, sendiherra Palestínu, til máls. Í stað þess að halda formlega ræðu sagði hann sögu af palestínsku barni sem bjó á Gasa, til að heiðra öll palestínsku börnin sem hafa dáið. Mansour sagði frá gáfuðum tólf ára dreng, sem kosinn hafði verið fulltrúi þrjú hundruð þúsund nemenda skóla Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), til að vera fulltrúi þeirra á fundi með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum kallaði drengurinn eftir að áfangi um mannréttindi yrði tekinn aftur upp í skólum á vegum UNRWA. Hann hafi verið svo sannfærandi að Guterres tilkynnti á staðnum að slík kennsla myndi hefjast aftur þegar í stað. Með kökk í hálsinum Þorgerður Katrín tók til máls á eftir Mansour og mátti greinilega heyra að hún var með kökk í hálsinum. „Það er svolítið erfitt að segja nokkur orð eftir öll þessi áhrifamiklu innslög en ég mun reyna að halda mig við mína punkta. Ég vil samt taka undir með sendiherranum sem sagði að við þurfum að vernda börnin sem eru ennþá á lífi. Ekkert barn ætti að þurfa að þola ómannúðlegu meðferðina sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö árin,“ eru orðin sem Þorgerður Katrín hóf ræðu sína á. Hún sagði að börnin á Gasa væru að verða fyrir fordæmalausu ofbeldi sem bryti gegn rétti þeirra til að vera vernduð. „Þegar brotið er á þessum skyldum er það skylda ríkja, sérstaklega þeirra sem eru hluti af Geneva-sáttmálanum, og Barnamálasáttmálanum, að krefjast ábyrgðar og virðingar fyrir lögunum. Annars get ég sagt að við séum að bregðast þeim,“ sagði hún. Þorgerður kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og óhindruðu aðgengi mannúðaraðstoðar að Gasa. Þá sagði hún einnig að það þyrfti að láta öll börn sem tekin hafa verið í hald laus, auk allra gísla. „Ísraelar og allir sem koma að málinu þurfa að virða barnasáttmálann og hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt til menntunar. Á Gasa er þriðja skólaárið horfið. Á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem hafa ísraelsk yfirvöld einnig komið í veg fyrir nám barnanna,“ sagði Þorgerður. „Til framtíðar þurfa allar áætlanir um enduruppbyggingu á Gasa einnig að taka mið af menntun 660 þúsund skólabarnanna. UNRWA er það eina sem hefur getuna til að aðstoða á slíkum skala og þarf að fá leyfi til að ná þessu í gegn.“ Myndskeið af ræðunni má sjá hér.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira