Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 24. september 2025 12:06 Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun