Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 24. september 2025 12:06 Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um líkamsrækt? Sumir tengja líkamsrækt við rólega göngu eða sund, en aðrir tengja hana við lyftingar eða hlaup. Hugtakið er flestum kunnugt og mörg okkar höfum fellt líkamsrækt inn í daglega rútínu á einn eða annan hátt. En hvað með geðrækt? Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Það er líklega erfiðara að festa hugtakið við skýra mynd. Sumir tengja það við jákvæðni, aðrir við núvitund eða þakklæti. Það getur reynst óáþreifanlegra að skilja hvað geðrækt er í raun og veru. En undir yfirborðinu er hún lífeðlisfræðilegt ferli. Með reglulegri geðrækt höfum við jákvæð áhrif á heilastarfsemi, tauga- og hormónakerfið. Heilinn bregst við geðrækt rétt eins og vöðvarnir við líkamsrækt. Nú þegar líður að lokum á Gulum september, alþjóðlegum mánuði sjálfsvígsforvarna, er viðeigandi að minna á mikilvægi þess að iðka geðrækt reglulega líkt og líkamsrækt. Rétt eins og slæm líkamleg heilsa getur komið í bakið á okkur (bókstaflega) ef við stundum hana ekki, getur geðheilsa gert slíkt hið sama. Embætti landlæknis hefur lagt fram fimm leiðir að vellíðan sem byggðar eru á traustum grunni rannsókna. Þetta eru einfaldar, áhrifaríkar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum fléttað inn í daglegt líf okkar til þess að bæta vellíðan okkar og lífsgæði. Þær felast í því að rækta tengsl við aðra, taka eftir, halda áfram að læra, gefa af sér og hreyfa sig. Þegar við skoðum áhrif þessara fimm leiða á líkamann sjáum við hvernig geðrækt hefur áhrif á grunnkerfi heilans og líkamans. Sem minnir okkur á hversu mikil áhrif við getum öll haft á geðheilsu okkar til hins betra. Að rækta félagsleg tengsl Þegar við eigum hlý og góð samskipti fær heilinn merki um að við séum örugg. Þá dregur úr virkni í heilasvæðum sem tengjast ógn og sefkerfið (e. parasympathetic) virkjar ró og jafnvægi í líkamanum. Við nánd, snertingu og hlý samskipti eykst hormónið oxýtósín sem styrkir traust og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þannig verða félagsleg tengsl að lífeðlisfræðilegu ,,öryggisboði” sem róar taugakerfið, styður ónæmiskerfið og stuðlar að vellíðan og betri heilsu til lengri tíma. Með því að rækta félagsleg tengsl reglulega virkjum við ró í taugakerfinu, styrkjum hormónajafnvægi og verndum okkur gegn langvinnri streitu. Taka eftir Þegar við æfum okkur í að halda athygli í daglegu lífi og iðkum jafnvel núvitund, styrkjast tengsl milli fremri hluta heilans, sem hjálpar okkur að einbeita okkur og taka ákvarðanir, og svæða sem vinna úr tilfinningum. Með æfingu lærum við smám saman að bregðast rólegra og skilvirkara við álagi og öðlumst betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. Dæmi um kostnaðarlaus verkfæri til að æfa okkur í að halda athygli eru til dæmis HappApp og Sterkari út í lífið. Gefa af okkur Þegar við gefum af okkur, hvort sem það er í formi tíma, hlýju eða góðvildar aukum við mikilvæg boðefni eins og oxytósín, dópamín og endorfín sem stuðla að vellíðan. Á sama tíma lækka streituhormón. Þessi ferli hafa einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og ónæmiskerfið. Halda áfram að læra Þegar við lærum eitthvað nýtt myndast nýjar tengingar í heilanum og svæði sem sjá um hugsun og minni verða virkari. Með því að bæta sífellt við okkur þekkingu og færni í gegnum ævina byggjum við þannig upp hugrænan forða sem verndar heilann gegn vitrænni hnignun og eykur sveigjanleika hans. Hreyfing Regluleg hreyfing virkjar efni í heilanum sem hjálpa taugafrumum að vaxa og tengjast betur, styrkir sjálfvirka taugakerfið og bætir hjarta- og æðakerfið. Þetta leiðir til aukinnar seiglu, bæði andlega og líkamlega. Af þessu má sjá að það sama gildur um geðrækt og líkamsrækt, að því meira sem við iðkum hana, því meiri ávinning má sjá í formi mikilvægra lífeðlislegra ferla sem skila sér í betri vellíðan, heilsu og sterkari tengslum. Þar að auki eru þetta einfaldar og kostnaðarlausar leiðir sem við getum byrjað að nota strax í dag. Það er því verðugt skref að taka að skoða hvaða leiðir til geðræktar við getum lagt áherslu á í daglegu lífi. Og rétt eins og með líkamsrækt þá getur verið gagnlegt að hugsa sér hversu oft í viku við ætlum að iðka þessar leiðir. Því með endurtekningu kemur ávinningurinn. Höfundur er Sigrún Þóra Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur í geðrækt hjá Embætti landlæknis
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar