Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 11:31 Donald og Melanía Trump í rúllustiganum „bilaða“. AP/Stefan Jeremiah Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. „Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
„Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira