Tíska og hönnun

Heitasta handatískan í dag

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Handatískan er fjölbreytt og skemmtileg um þessar mundir.
Handatískan er fjölbreytt og skemmtileg um þessar mundir. SAMSETT

Tískubylgjur koma fram á ýmsum sviðum og eru neglur og hendur þar engin undantekning. Ljósmyndari í New York fylgist grant með þessu á hverjum degi og myndaði á dögunum hendurnar á aðal tískusérfræðingunum á tískuvikunni í stórborginni.

Ljósmyndarinn Hannah La Follette Ryan heldur uppi Instagram reikningnum Subway hands og tekur ótal skemmtilegar handamyndir, aðallega í neðanjarðarlestunum. Ekki bara af naglatískunni heldur höndunum í allri sinni dýrð, veskjum sem hendurnar halda á, skartinu sem þær rokka og fleira til. 

Á tískuvikunni mátti sjá mikið um stórt og jafnvel svolítið undarlegt skart í ýmsum litum og útfærslum, svo sem höfuð, geimverur og bangsar. 

Rándýr, lítil hátískuveski með glingri virðast sækja í sig veðrið í vetur og sömuleiðis flippaðar neglur, til dæmis neglur með risa perlum og skemmtilegum munstrum. 

Labubu lét sig að sjálfsögðu ekki vanta enda er bangsinn orðinn að einhverju heitasta trendi ársins, hvort sem hann er fastur við veski, lyklana, sem armband eða annað skemmtilegt. Handatískunni eru engin takmörk sett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.