Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. september 2025 08:32 Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun