Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. september 2025 08:32 Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árshlutauppgjör fyrri hluta ársins sýnir skelfilegan hallarekstur, tæpar tólfhundruð milljónir í mínus. Reksturinn stendur ekki undir afborgunum af lánum sem eru rúmlega tólfhundruð milljónir króna. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir úr Hafnarfirði. Það er ekki heldur nýtt að bæjarstjórar þessa kjörtímabils reyni að halda því fram að hallinn stafi af mikilli uppbyggingu þegar ársreikningurinn sýnir svart á hvítu að vandinn liggur í því að grunnrekstur bæjarins er, og hefur verið ósjálfbær um nærri tvo milljarða á ári allt þetta kjörtímabil. Þetta ár er engin undantekning sem segir manni það að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófær um að laga til í rekstrinum og gera hann sjálfbærari. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að þessi hallarekstur getur ekki gengið til lengdar. En fyrsta skrefið er að átta sig á vandanum til þess að geta tekið á honum. Það er því miður orðið ljóst að þessi meirihluti hefur engan áhuga á sjálfbærum rekstri sem gefur okkur sterkar vísbendingar um að þau séu fyrir löngu búin að kasta inn handklæðinu þegar kemur að ábyrgri fjármálastjórn, þrátt fyrir veikburða andvörp um hið gagnstæða. Flestum má þó vera ljóst að þau andvörp eru ekki trúverðug og besta falli hjákátleg. Í vor göngum við til kosninga. Grunnurinn að öllum kosningaloforðum og stefnum og framtíðarsýn mun alltaf hvíla á traustri fjármálastjórn. Grunnurinn að traustri fjármálastjórn er að átta sig á vandanum. Því miður hefur núverandi meirihluti valið sér þá leið að horfa fram hjá honum. Það mun aldrei ganga upp til lengdar. Viðreisn hefur, með fjármálaráðherra í broddi fylkingar, kynnt stöðuleikareglu í opinberum fjármálum. Í stuttu máli þýðir það að regluleg útgjöld megi ekki vaxa umfram 2% á milli ára að raungildi. Til að ná utan um óhóflegan hallarekstur og umfram skuldsetningu sveitarfélaga er nauðsynlegt að taka upp slík vinnubrögð. Slíkt kallast ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun