Bíó og sjónvarp

Baywatch aftur á skjáinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Alexandra Paul, David Charvet og Pamela Anderson í hlutverkum sínum í Baywatch árið 1993.
Alexandra Paul, David Charvet og Pamela Anderson í hlutverkum sínum í Baywatch árið 1993. Arnold Slater/Mirrorpix/Getty Images

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki.

Það er Variety sem greinir frá þessu. Fyrsta sería þáttanna kom út árið 1989 og komu út alls ellefu seríur, 250 þættir. Þeir nutu mikilla vinsælda, voru raunar vinsælustu þættir í heimi um margra ára skeið, enda mátti sjá góðan hóp af föngulegu fólki lífvarða á sundklæðum einum fata.

Fremst í flokki voru David Hasselhoff og Pamela Anderson líkt og flestir eflaust muna eftir. Þættirnir skutu svo fleiri leikurum upp á stjörnuhimininn líkt og Carmen Electra og Jason Momoa.

Í grein Variety segir að Fox hyggist láta framleiða tólf nýja þætti og að serían eigi að vera sýnd í sjónvarpi og á streymisveitum milli 2026 til 2027. Það verði höfundur þáttanna Greg Bonann sem auk Matt Nix muni framleiða þættina fyrir nýjar kynslóðir. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um það hvaða leikarar munu koma til með að hlaupa í „slow-mo“ á ströndinni.

Fyrir þá sem aldrei horfðu á Baywatch eða vilja rifja upp er upphafsatriði þáttanna hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.