„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 19:32 Kjartan segir eldsvoðana hafa tekið mjög á hann og konu hans. Vísir/Lýður Valberg Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Eldur hefur komið upp þrisvar sinnum á einni viku í fjölbýlishúsi á Selfossi við Fossveg. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar þar sem eldur kom upp síðast í gær en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. „Versta vika lífs míns“ Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, formaður húsfélagsins, segir mikla lukku að ekki hafi farið verr enda hafi íbúi orðið var við fyrsta eldsvoðann fyrir tilviljun. „Hann var fyrstur hérna inn og var að fara með dót í geymsluna sína þegar hann verður var við þennan eld.“ Umræddur maður barðist við eldinn með slökkvitæki og var fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Erfitt sé að sofa í gegnum nóttina. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir er formaður húsfélagsins að Fossvegi.Vísir/Lýður Valberg „Þetta er ekki tilviljun heldur maður. Þetta eru skemmdarverk eða íkveikjur. Ég fæ svona kvíða og verð mjög vör um allan umgang. Ef það er verið að ganga um bílaplanið eða bíll settur í gang eða skellt hurð þá hrekk ég alltaf upp. Þá finnst mér eins og það sé einhver umgangur og það finnst mér mjög óþægilegt.“ „Mér er búið að líða alveg ömurlega alla þessa viku. Þetta er versta vika lífs míns held ég. Bara sem ég man eftir. Ég hef nú lent í ýmsu í gegnum ævina. Þetta er skjólið manns og það er bara verið að kipppa því undan manni. Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ segir Kjartan Már Niemenen, íbúi í umræddu fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. „Bara veikt fólk sem gerir svona“ Búið er að skipta um lyklaskrár og verið að vinna að því að setja upp öryggismyndavélar. Þú hefur engan grun um hvað liggur að baki þessum árásum? „Nei það er ekkert hægt að segja um það. Ég er ekki sálfræðingur. Það er bara veikt fólk sem gerir svona,“ segir Kjartan. „Það býr yfirleitt bara mjög gott fólk hérna. Ég veit ekki við hvern einhver ætti að eiga eitthvað sökótt,“ segir Sonja. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir lögregluna taka málið alvarlega. Vísir/Lýður Valberg Óvíst hvort brennuvargurinn búi í fjölbýlishúsinu Íbúar í fjölbýlishúsinu lýsa því að þeim sé haldið í heljargreipum við núverandi ógnarástand. Á dögunum var lögreglan með viðveru á svæðinu og vaktaði húsið sem íbúar tóku fagnandi. En hvað hyggst lögreglan gera til að tryggja öryggi þeirra upp úr þessu? „Við erum að reyna allt til að gera það. Við leggjum mikla vinnu í það og tökum þessu mjög alvarlega. Þetta er rannsakað af mikilli festu,“ sagði Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það sé til skoðunar að vakta svæðið. Hann biðlar til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Getur verið að það sé einhver að verki þarna sem býr í jafnvel í fjölbýlishúsinu? „Við vitum það ekki. Ekkert hægt að segja um það.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Eldur hefur komið upp þrisvar sinnum á einni viku í fjölbýlishúsi á Selfossi við Fossveg. Fyrst var það um hábjartan dag í geymslurými á jarðhæð byggingarinnar. Og síðan í tvígang í ruslageymslu í stigahúsi byggingarinnar þar sem eldur kom upp síðast í gær en öll þrjú atvikin eru rannsökuð sem íkveikjur. „Versta vika lífs míns“ Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir, formaður húsfélagsins, segir mikla lukku að ekki hafi farið verr enda hafi íbúi orðið var við fyrsta eldsvoðann fyrir tilviljun. „Hann var fyrstur hérna inn og var að fara með dót í geymsluna sína þegar hann verður var við þennan eld.“ Umræddur maður barðist við eldinn með slökkvitæki og var fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Erfitt sé að sofa í gegnum nóttina. Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir er formaður húsfélagsins að Fossvegi.Vísir/Lýður Valberg „Þetta er ekki tilviljun heldur maður. Þetta eru skemmdarverk eða íkveikjur. Ég fæ svona kvíða og verð mjög vör um allan umgang. Ef það er verið að ganga um bílaplanið eða bíll settur í gang eða skellt hurð þá hrekk ég alltaf upp. Þá finnst mér eins og það sé einhver umgangur og það finnst mér mjög óþægilegt.“ „Mér er búið að líða alveg ömurlega alla þessa viku. Þetta er versta vika lífs míns held ég. Bara sem ég man eftir. Ég hef nú lent í ýmsu í gegnum ævina. Þetta er skjólið manns og það er bara verið að kipppa því undan manni. Maður bara er að missa heimilið sitt. Maður er skíthræddur við það og maður er skíthræddur um að maður brenni inni,“ segir Kjartan Már Niemenen, íbúi í umræddu fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. „Bara veikt fólk sem gerir svona“ Búið er að skipta um lyklaskrár og verið að vinna að því að setja upp öryggismyndavélar. Þú hefur engan grun um hvað liggur að baki þessum árásum? „Nei það er ekkert hægt að segja um það. Ég er ekki sálfræðingur. Það er bara veikt fólk sem gerir svona,“ segir Kjartan. „Það býr yfirleitt bara mjög gott fólk hérna. Ég veit ekki við hvern einhver ætti að eiga eitthvað sökótt,“ segir Sonja. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir lögregluna taka málið alvarlega. Vísir/Lýður Valberg Óvíst hvort brennuvargurinn búi í fjölbýlishúsinu Íbúar í fjölbýlishúsinu lýsa því að þeim sé haldið í heljargreipum við núverandi ógnarástand. Á dögunum var lögreglan með viðveru á svæðinu og vaktaði húsið sem íbúar tóku fagnandi. En hvað hyggst lögreglan gera til að tryggja öryggi þeirra upp úr þessu? „Við erum að reyna allt til að gera það. Við leggjum mikla vinnu í það og tökum þessu mjög alvarlega. Þetta er rannsakað af mikilli festu,“ sagði Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Það sé til skoðunar að vakta svæðið. Hann biðlar til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Getur verið að það sé einhver að verki þarna sem býr í jafnvel í fjölbýlishúsinu? „Við vitum það ekki. Ekkert hægt að segja um það.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira