Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 16:05 Skólameistarar lýsa yfir alvarlegum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga. Vísir/Vilhelm Skólameistarar framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið af stjórnvöldum um umfangsmiklar kerfisbreytingar á stjórnsýslu framhaldsskóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta stutt breytingarnar í núverandi mynd. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Boðaði ráðherra að næstu vikur myndi hann eiga í víðtæku samráði við skólastjórnendur og ferðast um landið og heimsækja skólana. Muni veikja skólasamfélögin Skólameistarar setja fram fjóra punkta í yfirlýsingu sinni um málið. Þar vísa þeir fyrst til sjálfstæði og fagmennsku og segja að framhaldsskólakerfið hafi byggst á trausti, virðingu og faglegum vinnubrögðum. Sjálfstæði skólanna og fagleg forysta skólameistara hafi reynst öflug forsenda árangurs. „Að færa fjármála- og mannauðsvaldið frá skólunum er að okkar mati ógn við þetta sjálfstæði og þar með gæði skólastarfs.“ Þá vísa skólameistararnir til áhrifa á nemendur og starfsfólk. Þeir segja breytingarnar fyrst og fremst miða að vþí að draga úr faglegu starfi og sjálfstæði skólanna, en ekki að efla þjónustu við nemendur og starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að nýtt stjórnsýslustig muni veikja skólasamfélögin, draga úr nýsköpun og minnka sveigjanleika í námsframboði.“ Tillögurnar hafi verið kynntar án samráðs Þá óska skólameistararnir þess að stjórnvöld eigi í samráði við skólastjórnendur um málið. Óásættanlegt sé að svo róttækar kerfisbreytingar séu kynntar án raunverulegs samtals við þá sem best þekkja starfsemi framhaldsskólanna. „Aðferðafræðin hefur einkennst af skorti á gagnsæi og efnislegum rökum. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið sjáum við ekki að þessi leið sé til þess fallin að bæta gæði náms eða skólastarfsins í heild. Mikilvægt er að vönduð gögn liggi til grundvallar svona ákvörðun en engin gögn hafa verið birt skólameisturum.“ Þá vísa skólameistararnir til kostnaðar og forgangsröðunar. Þeir segja að ekki verði annað séð en að þær hugmyndir um stofnun nýrra stjórnsýslueininga sem nú liggi fyrir virðist bæði dýrar og illa rökstuddar. „Í stað þess að byggja upp nýtt skrifræðislíkan ætti að efla núverandi skólastarf, tryggja fullfjármögnun og bæta þjónustu með markvissum hætti.“ Þeir segja skólameistara ávallt reiðubúna til málefnanlegs samtals um umbætur í framhaldsskólakerfinu. Markmið þeirra sé að þróa kerfið áfram í þágu nemenda og starfsfólks skólanna, með því að byggja á fagmennsku og reynslu þeirra sem starfi innan skólanna. „Við getum ekki stutt fyrirhugaðar breytingar í núverandi mynd. Við hvetjum stjórnvöld til að endurskoða áformin og hefja raunverulegt samráð áður en ákvarðanir um svo veigamikla kerfisbreytingu eru teknar.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Boðaði ráðherra að næstu vikur myndi hann eiga í víðtæku samráði við skólastjórnendur og ferðast um landið og heimsækja skólana. Muni veikja skólasamfélögin Skólameistarar setja fram fjóra punkta í yfirlýsingu sinni um málið. Þar vísa þeir fyrst til sjálfstæði og fagmennsku og segja að framhaldsskólakerfið hafi byggst á trausti, virðingu og faglegum vinnubrögðum. Sjálfstæði skólanna og fagleg forysta skólameistara hafi reynst öflug forsenda árangurs. „Að færa fjármála- og mannauðsvaldið frá skólunum er að okkar mati ógn við þetta sjálfstæði og þar með gæði skólastarfs.“ Þá vísa skólameistararnir til áhrifa á nemendur og starfsfólk. Þeir segja breytingarnar fyrst og fremst miða að vþí að draga úr faglegu starfi og sjálfstæði skólanna, en ekki að efla þjónustu við nemendur og starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að nýtt stjórnsýslustig muni veikja skólasamfélögin, draga úr nýsköpun og minnka sveigjanleika í námsframboði.“ Tillögurnar hafi verið kynntar án samráðs Þá óska skólameistararnir þess að stjórnvöld eigi í samráði við skólastjórnendur um málið. Óásættanlegt sé að svo róttækar kerfisbreytingar séu kynntar án raunverulegs samtals við þá sem best þekkja starfsemi framhaldsskólanna. „Aðferðafræðin hefur einkennst af skorti á gagnsæi og efnislegum rökum. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið sjáum við ekki að þessi leið sé til þess fallin að bæta gæði náms eða skólastarfsins í heild. Mikilvægt er að vönduð gögn liggi til grundvallar svona ákvörðun en engin gögn hafa verið birt skólameisturum.“ Þá vísa skólameistararnir til kostnaðar og forgangsröðunar. Þeir segja að ekki verði annað séð en að þær hugmyndir um stofnun nýrra stjórnsýslueininga sem nú liggi fyrir virðist bæði dýrar og illa rökstuddar. „Í stað þess að byggja upp nýtt skrifræðislíkan ætti að efla núverandi skólastarf, tryggja fullfjármögnun og bæta þjónustu með markvissum hætti.“ Þeir segja skólameistara ávallt reiðubúna til málefnanlegs samtals um umbætur í framhaldsskólakerfinu. Markmið þeirra sé að þróa kerfið áfram í þágu nemenda og starfsfólks skólanna, með því að byggja á fagmennsku og reynslu þeirra sem starfi innan skólanna. „Við getum ekki stutt fyrirhugaðar breytingar í núverandi mynd. Við hvetjum stjórnvöld til að endurskoða áformin og hefja raunverulegt samráð áður en ákvarðanir um svo veigamikla kerfisbreytingu eru teknar.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira