Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 08:32 Það gekk mikið á í leik Vals og Breiðabliks en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Hér liggja þeir báðir sem handléku boltann í lok leiks, þeir Hólmar og Valgeir. vísir/Diego Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda og komu bæði mörkin af vítapunktinum, eins og sjá má hér að neðan. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir en seint í uppbótartíma jafnaði Tryggvi Hrafn Haraldsson metin, eftir að víti var dæmt á Valgeir Valgeirsson fyrir hendi. Vítið sitt fengu Valsmenn eftir hornspyrnu sem þeir hefðu aldrei átt að fá, því rétt áður hafði fyrirliðinn Hólmar Örn Eyjólfsson lyft hendinni hátt upp og slegið boltann. Hann gat raunar ekki haldið aftur af brosinu yfir því að hafa uppskorið hornspyrnu, eins og sjá má hér að neðan í umræðunum í Stúkunni. „Þeir fá þessa hornspyrnu sem var náttúrulega alveg út í hött. Þess vegna eru Blikarnir sárir því ef þessi hornspyrna hefði ekki komið þá hefði þetta aldrei gerst,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar. Ekki eðlileg hreyfing hjá Valgeiri En hvað með vítaspyrnudóminn sjálfan? „Mér finnst þetta alltaf rosalega strangur dómur þegar þetta er af svona stuttu færi. En einhvern veginn finnst manni samt að það séu jafnvel ósjálfráð viðbrögð hjá Valgeiri að höndin fari upp. Ef hann gerir það þá er þetta víti, hönd í bolta frekar en bolti í hönd. En manni finnst þetta alltaf strangt af svona rosalega stuttu færi,“ sagði Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason tók undir með honum: „Mér fannst þetta ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mjög skrýtið. Líka hvernig hann hreyfir hausinn á undan og svo kemur höndin upp með. En mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann,“ sagði Albert. Hólmar skellihlæjandi „Hólmar er hreinlega skellihlæjandi yfir þessu, að þeir séu að fá hornspyrnu,“ sagði Guðmundur og Baldur bætti við: „Í þokkabót klifrar hann upp á bakið á Viktori. Það er alveg spurning um brot líka.“ Bæði lið gengu svekkt af velli enda hefði sigur haft gríðarlega mikla þýðingu. Valsmenn eru núna fjórum stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni og Blikar sex stigum frá Evrópusæti, þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Besta deild karla Breiðablik Valur Stúkan Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira