Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar 23. september 2025 08:32 Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í forsæti, vissum við mörg hver á vinstri vængnum ekki hverju við ættum von á. Mörgum fannst tónninn í stjórnarsáttmálanum markaðstengdur, að frjálshyggja væri einn af vegvísunum. En við vorum nánast sannfærð um það að undir forystu jafnaðarmanna yrði ekki vegið að hagsmunum verst settu hópanna í samfélaginu, þar með talið atvinnulausum. En nú virðist það hafa verið tálsýn. Uppi eru áform um að stytta tímabil atvinnuleysistrygginga um eitt ár, úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Það stendur einnig til að skerða réttindin til atvinnuleysisbóta og lengja starftímann sem skapar rétt til bóta. Röksemdir ráðherra félagsmála eru helstar þær að með styttingu eigi að „grípa“ atvinnulausa fyrr, efla virkniúrræði og aðstoða við endurkomu á vinnumarkað. Atvinnuleysi í júlí s.l. var 3,2 % samkvæmt upplýsingum Hagstofu og fjöldi atvinnulausra 7.800. Ef takast á að koma fólki í vinnu þurfa þá ekki að verða til fleiri störf? Getur verið að störfum fjölgi ef tímabil atvinnuleysisbóta er stytt? Eða eru mögulega önnur sjónarmið til grundvallar þessum áætlunum? Hvernig ber að túlka orð forsætisráðherra í útvarpsfréttum 18. sept. S.l. „að (það) getur komið tími í lífi fólks þar sem þörf er á að vera á atvinnuleysisbótum“? Velferðarsamfélagið. Íslendingar gefa samfélagi sínu nafnið eða einkunnina „Velferðarsamfélag“. Við gefum samfélaginu það nafn vegna almannaþjónustu, þeirrar grunnþjónustu sem allir eiga að njóta. Menntakerfið er nánast gjaldfrjálst frá fyrsta ári í grunnskóla og þar til námi er lokið, jafnvel nám á háskólastigi er nokkurn vegin gjaldfrjálst. Þessi réttur til menntunar stendur öllum landsmönnum til boða og ekki þarf að ávinna sér þennan rétt öðruvísi en að vera íslenskur ríkisborgari. Heilbrigðiskerfið byggir á svipuðum grunni. Öllum íslenskum ríkisborgurum er tryggð heilbrigðisþjónusta frá fæðingu og í raun fyrir fæðingu með öflugri mæðravernd. Þennan rétt til heilbrigðisþjónustu þarf ekki að ávinna sér á neinn hátt, rétturinn verður til við fæðingu eða í raun getnað. Og þessi réttur er ótímabundinn gildir allt lífið. Þetta gildir um hverslags heilbrigðisþjónustu og örorkubætur. Einn hluti velferðarkerfisins lítur allt öðrum lögmálum. Það er aðstoðin við þá sem missa vinnuna. Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál einstaklinga og heimila í uppnám og óvissu. Það vegur einnig að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess sem verður fyrir þeirri döpru lífsreynslu. Fyrirkomulag atvinnuleysisbóta er í raun óbreytt frá því var við stofnun sjóðsins 1955. Um er að ræða tryggingu sem byggist á iðgjöldum í líkingu við venjulegar tryggingar, s.s. brunatryggingu eða aðrar tryggingar gegn vá. Full réttindi til að njóta atvinnuleysisbóta hafa þeir sem unnið hafa fulla vinnu í heilt ár. Þá myndast réttur til bóta sem í dag er 30 mánuðir. Fullar atvinnuleysisbætur í dag eru kr. 364.895.- á mánuði. Eftir það þurfa atvinnulausir at treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og/eða góðgerðarsamtaka. Þrautalendingin er svo örorkubætur. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Að missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er sem að fara úr öskunni í eldinn. Með því er freklega vegið að tilveru hóps sem stendur þegar mjög höllum fæti í samfélaginu. Atvinnuleysisbætur eru nú kr. 364.895.- á mánuði en fullur fjárhagsstuðningur t.d. Í Reykjavík er kr. 247.572.- á mánuði. Í Reykjanesbæ er upphæðin kr. 195.770.- Mörg sveitarfélög eru með upphæðir á þessu bili en mögulega eru til sveitarfélög með enn lægri fjárhagsaðstoð. Það eru sveitarfélögin sjálf sem ákveða upphæð fjárhagsstuðning og meta hvaða upphæð uppfyllir skilyrðin í lögunum um fjárhagsstuðning þ.e. „að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Hvernig þau skilyrði eru uppfyllt með mánaðarlegum stuðningi upp á kr. 195.770.- er fullkomlega óskiljanlegt. Hvaða töfraformúlu ráða sveitarfélög yfir sem komast að þeirri niðurstöðu að kr. 195.770.- „ tryggi fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðli að velferð íbúa“. En þetta er sá veruleiki sem blasir við þeim sem missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeir eru enn verr settir en áður og er þó ekki á bætandi. Það má með rökum telja þann hóp sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til þeirra allra verst settu í okkar samfélagi. Í reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ákvæði um að einstaklingur sem sækir um slíka aðstoð leggi fram yfirlit yfir eignir og tekjur. Sveitarfélagið skuli fá aðgang að skattframtölum og bankaupplýsingum, í raun öllum fjárhagslegum upplýsingum einstaklings. Krafa er gerð í því markmiði að geta lækkað eða jafnvel synjað beini um fjárhagsaðstoð og /eða gert kröfu um að einstaklingar selji eignir eða gangi á varasjóði áður en sú aðstoð er veitt. Við þessar aðstæður gilda augljóslega engin persónuverndarlög. Nýtt atvinnuleysistryggingakerfi. Talsverðar sveiflur eru jafnan í hagkerfi okkar, tímabil uppgangs og niðursveiflu. Fjöldi atvinnulausra sveiflast jafnan í takt við það. Góð dæmi eru tímarnir eftir Hrun og árin í Kóvid. Þá var atvinnuleysi í hæstum hæðum, tímabundið um eða yfir 10%. Þeir sem þá urðu atvinnulausir voru það örugglega ekki að eigin ósk. Flestir vilja einfaldleg hafa fasta atvinnu, vinna fyrir sér og sínum. Það er tímabært að endurskoða atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni. Atvinnuleysisbætur ættu að vera hluti af velferðarþjónustu samfélagsins á sama hátt og önnur velferðarþjónusta. Ef framtíðarfyrirkomulag atvinnuleysisbóta verður þannig að tímabil bóta verður takmarkað þarf að tryggja þeim sem falla af atvinnuleysisbótum sambærilega framfærslu á vegum opinberrar velferðarþjónustu í beinu framhaldi af atvinnuleysistryggingum. Þá þurfa þeir sem falla af atvinnuleysisbótum ekki að treysta á smánarlegan og niðurlægjandi fjárstyrk sveitarfélaga í lengri eða skemmri tíma. Höfundur er stjórnarmaður í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Félagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í forsæti, vissum við mörg hver á vinstri vængnum ekki hverju við ættum von á. Mörgum fannst tónninn í stjórnarsáttmálanum markaðstengdur, að frjálshyggja væri einn af vegvísunum. En við vorum nánast sannfærð um það að undir forystu jafnaðarmanna yrði ekki vegið að hagsmunum verst settu hópanna í samfélaginu, þar með talið atvinnulausum. En nú virðist það hafa verið tálsýn. Uppi eru áform um að stytta tímabil atvinnuleysistrygginga um eitt ár, úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Það stendur einnig til að skerða réttindin til atvinnuleysisbóta og lengja starftímann sem skapar rétt til bóta. Röksemdir ráðherra félagsmála eru helstar þær að með styttingu eigi að „grípa“ atvinnulausa fyrr, efla virkniúrræði og aðstoða við endurkomu á vinnumarkað. Atvinnuleysi í júlí s.l. var 3,2 % samkvæmt upplýsingum Hagstofu og fjöldi atvinnulausra 7.800. Ef takast á að koma fólki í vinnu þurfa þá ekki að verða til fleiri störf? Getur verið að störfum fjölgi ef tímabil atvinnuleysisbóta er stytt? Eða eru mögulega önnur sjónarmið til grundvallar þessum áætlunum? Hvernig ber að túlka orð forsætisráðherra í útvarpsfréttum 18. sept. S.l. „að (það) getur komið tími í lífi fólks þar sem þörf er á að vera á atvinnuleysisbótum“? Velferðarsamfélagið. Íslendingar gefa samfélagi sínu nafnið eða einkunnina „Velferðarsamfélag“. Við gefum samfélaginu það nafn vegna almannaþjónustu, þeirrar grunnþjónustu sem allir eiga að njóta. Menntakerfið er nánast gjaldfrjálst frá fyrsta ári í grunnskóla og þar til námi er lokið, jafnvel nám á háskólastigi er nokkurn vegin gjaldfrjálst. Þessi réttur til menntunar stendur öllum landsmönnum til boða og ekki þarf að ávinna sér þennan rétt öðruvísi en að vera íslenskur ríkisborgari. Heilbrigðiskerfið byggir á svipuðum grunni. Öllum íslenskum ríkisborgurum er tryggð heilbrigðisþjónusta frá fæðingu og í raun fyrir fæðingu með öflugri mæðravernd. Þennan rétt til heilbrigðisþjónustu þarf ekki að ávinna sér á neinn hátt, rétturinn verður til við fæðingu eða í raun getnað. Og þessi réttur er ótímabundinn gildir allt lífið. Þetta gildir um hverslags heilbrigðisþjónustu og örorkubætur. Einn hluti velferðarkerfisins lítur allt öðrum lögmálum. Það er aðstoðin við þá sem missa vinnuna. Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál einstaklinga og heimila í uppnám og óvissu. Það vegur einnig að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess sem verður fyrir þeirri döpru lífsreynslu. Fyrirkomulag atvinnuleysisbóta er í raun óbreytt frá því var við stofnun sjóðsins 1955. Um er að ræða tryggingu sem byggist á iðgjöldum í líkingu við venjulegar tryggingar, s.s. brunatryggingu eða aðrar tryggingar gegn vá. Full réttindi til að njóta atvinnuleysisbóta hafa þeir sem unnið hafa fulla vinnu í heilt ár. Þá myndast réttur til bóta sem í dag er 30 mánuðir. Fullar atvinnuleysisbætur í dag eru kr. 364.895.- á mánuði. Eftir það þurfa atvinnulausir at treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og/eða góðgerðarsamtaka. Þrautalendingin er svo örorkubætur. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Að missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er sem að fara úr öskunni í eldinn. Með því er freklega vegið að tilveru hóps sem stendur þegar mjög höllum fæti í samfélaginu. Atvinnuleysisbætur eru nú kr. 364.895.- á mánuði en fullur fjárhagsstuðningur t.d. Í Reykjavík er kr. 247.572.- á mánuði. Í Reykjanesbæ er upphæðin kr. 195.770.- Mörg sveitarfélög eru með upphæðir á þessu bili en mögulega eru til sveitarfélög með enn lægri fjárhagsaðstoð. Það eru sveitarfélögin sjálf sem ákveða upphæð fjárhagsstuðning og meta hvaða upphæð uppfyllir skilyrðin í lögunum um fjárhagsstuðning þ.e. „að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Hvernig þau skilyrði eru uppfyllt með mánaðarlegum stuðningi upp á kr. 195.770.- er fullkomlega óskiljanlegt. Hvaða töfraformúlu ráða sveitarfélög yfir sem komast að þeirri niðurstöðu að kr. 195.770.- „ tryggi fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðli að velferð íbúa“. En þetta er sá veruleiki sem blasir við þeim sem missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeir eru enn verr settir en áður og er þó ekki á bætandi. Það má með rökum telja þann hóp sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til þeirra allra verst settu í okkar samfélagi. Í reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ákvæði um að einstaklingur sem sækir um slíka aðstoð leggi fram yfirlit yfir eignir og tekjur. Sveitarfélagið skuli fá aðgang að skattframtölum og bankaupplýsingum, í raun öllum fjárhagslegum upplýsingum einstaklings. Krafa er gerð í því markmiði að geta lækkað eða jafnvel synjað beini um fjárhagsaðstoð og /eða gert kröfu um að einstaklingar selji eignir eða gangi á varasjóði áður en sú aðstoð er veitt. Við þessar aðstæður gilda augljóslega engin persónuverndarlög. Nýtt atvinnuleysistryggingakerfi. Talsverðar sveiflur eru jafnan í hagkerfi okkar, tímabil uppgangs og niðursveiflu. Fjöldi atvinnulausra sveiflast jafnan í takt við það. Góð dæmi eru tímarnir eftir Hrun og árin í Kóvid. Þá var atvinnuleysi í hæstum hæðum, tímabundið um eða yfir 10%. Þeir sem þá urðu atvinnulausir voru það örugglega ekki að eigin ósk. Flestir vilja einfaldleg hafa fasta atvinnu, vinna fyrir sér og sínum. Það er tímabært að endurskoða atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni. Atvinnuleysisbætur ættu að vera hluti af velferðarþjónustu samfélagsins á sama hátt og önnur velferðarþjónusta. Ef framtíðarfyrirkomulag atvinnuleysisbóta verður þannig að tímabil bóta verður takmarkað þarf að tryggja þeim sem falla af atvinnuleysisbótum sambærilega framfærslu á vegum opinberrar velferðarþjónustu í beinu framhaldi af atvinnuleysistryggingum. Þá þurfa þeir sem falla af atvinnuleysisbótum ekki að treysta á smánarlegan og niðurlægjandi fjárstyrk sveitarfélaga í lengri eða skemmri tíma. Höfundur er stjórnarmaður í VG.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun