Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 06:00 Íbúar í fjölbýlishúsinu að Fossvegi hafa áhyggjur af endurteknum eldsvoðum. Vísir/Vilhelm Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. „Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða. Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða.
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira