Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2025 14:41 Efri röð, vinstri til hægri: Mike Johnson forseti fulltrúadeildarinnar, Donald Trump forseti, Hakeem Jeffreis leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni. Í neðri röðinni eru þeir John Thune og Chuck Schumer, leiðtogar Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í öldungadeildinni AP Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Demókratar hafa átt í nokkru basli með stuðningsmenn sína, sem hafa kvartað sáran yfir því hve veikburða mótstaða flokksins gegn Trump og Repúblikönum hafi verið. Margir stuðningsmenn flokksins vilja í slag við Repúblikana. Sjá einnig: Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Demókratar hafa margar kröfur til Repúblikana varðandi fjárlög. Þeir eru reiðir yfir því að ekkert samráð skuli hafa verið haft við þá um fjárlög og að Repúblikanar ætli að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurði til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Í „stóra fallega frumvarpinu“ svokallaða, sem Repúblikanar samþykktu fyrr á árinu með miklum erfiðleikum, var nokkuð umfangsmikill niðurskurður hjá því kerfi sem snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Demókratar vilja einnig að hætt verði við að fella niður fjárveitingar til sjónvarpsstöðva eins og PBS og NPR. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hefur neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þykir fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur gripið til nokkurra aðgerða sem þykja hafa grafið undan þinginu, án þess að Repúblikanar þar hafi reynt að standa vörð um völd þingsins. Repúblikanar hafa frá því þeir töku völd í þinghúsinu verið í stöðugu basli með fjárlög. Innan flokksins er fámennur en þó áhrifamikill hópur þingmanna sem hefur lengi barist fyrir umfangsmiklum niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins. Hvert bráðabirgðafjárlagafrumvarp á fætur öðru hefur leitt til deilna innan flokksins og hefur frumvörpum flokksins ítrekað verið hafnað. Þessar deilur eru meðal ástæðna þess að ekki hefur tekist að gera frumvarp til langs tíma í, jú, langan tíma. Síðasta desember stefni í stöðvun ríkisreksturs vestanhafs en þá tókst Repúblikönum á síðustu stundu að samþykkja frumvarp. Sjá einnig: Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Aftur kom svo upp svipuð staða í mars. Þá náðu Repúblikanar í fulltrúadeildinni höndum saman um bráðabirgðafrumvarp en þátt átti sér litla von í öldungadeildinni. Það er að segja þar til Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata þar, lýsti því yfir að hann ætlaði að greiða atkvæði með frumvarpinu. Hann sagði það skárri kostinn af tveimur slæmum. Schumer óttaðist sérstaklega að Donald Trump myndi nota tækifærið til að reyna að taka sér enn meiri völd sem ættu í öðrum kringumstæðum að vera í höndum þingsins. Nú telja Demókratar sig ekki í sömu stöðu og þá sérstaklega hvað varðar Trump og viðhorf hans til þess að deila völdum með þinginu og það að fara eftir lögum. Enginn þingfundur í fulltrúadeildinni Næsti þingfundur í fulltrúadeildinni verður ekki haldinn fyrr en þann 1. október í fyrsta lagi, eftir að fresturinn til að samþykkja ný fjárlög verður liðinni. Repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu þó í síðustu viku svokallað „hreint“ bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem tryggja á áframhaldandi rekstur ríkisins til 21. nóvember. Einungis einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpinu en mjög ólíklegt er að frumvarpið verði samþykkt í öldungadeildinni áður en fresturinn rennur út. Þar þarf fjárlagafrumvarp sextíu atkvæði en deildin skiptist 53 – 47 milli flokka. Einungis einn öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins sagðist tilbúinn til að veita frumvarpi Repúblikana atkvæði og fór því það ekki fyrir atkvæðagreiðslu. Gagntillögu Demókrata var einnig hafnað. Keppst um skilaboðin John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, ætlar líklega, samkvæmt Punchbowl News, að halda atkvæðagreiðslu um frumvarp Repúblikana næsta mánudag til að reyna að auka þrýstinginn á Demókrata vegna lokunarinnar. Þingmenn beggja flokka hafa á undanförnum dögum ítrekað sakað hina hliðina um að bera ábyrgð á því að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Repúblikanar vilja meina að með því neita að samþykkja frumvarpið þeirra séu það Demókratar sem bera ábyrgðina. Vísa þeir meðal annars til þess að frumvarpið sé „hreint“, sem felur í sér að það eigi að fela í sér óbreytt ástand með hvorki auknum fjárútlátum né niðurskurð. Sjá einnig: Gargaði á flokksfélaga sína Demókratar segja á móti að þeir beri enga ábyrgð til að greiða atkvæði með frumvarpi sem komi þeim í raun ekkert við. Þeir hafi ekki einu sinni fengið fundi með leiðtogum Repúblikanaflokksins um frumvarpið og hafi ekkert fengið að segja um það. Þeir segja enn fremur að Trump hafi sagt Repúblikönum að ræða frumvarpið ekki við Demókrata. Í grein Politico er vísað til þess að á föstudaginn viðurkenndi Trump að stöðvun ríkisrekstursins væri líkleg. Mögulegt yrði að það myndi vara í einhvern tíma. Á laugardaginn var hann svo spurður út í það að leiðtogar Demókrataflokksins vildu ræða málið við hann. Þá sagðist Trump endilega vilja ræða við þá en ítrekaði að það myndi líklega engu breyta. Svo virðist sem enginn fundur hafi verið skipulagður. Báðir sannfærðir um betri stöðu Repúblikanar eru sannfærðir um að þeir séu með betri hönd en Demókratar og byggja það að miklu leyti á þeirra eigin reynslu í gegnum árin. Í svari við fyrirspurn Politcio sagði Thune að deilur sem þessar hefðu sjaldan gengið upp fyrir þá hlið sem væri að biðja um að bætt yrði við frumvarpið. Þeirri hlið hafi yfirleitt verið kennt um ástandið. Demókratar eru samt borubrattir og vísa til þess að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir að Repúblikanar taki réttindi og ívilnanir af íbúum. Þetta sé bara einn liður í áætlun Repúblikana um mun umfangsmeiri niðurskurð í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þeir vilja einnig keyra á það að matarkarfan og aðrar vörur í Bandaríkjunum hafi hækkað í verði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingkona Demókrataflokksins, sagði á dögunum að Demókratar þyrftu bara að segja sannleikann. „Ef bandaríska þjóðin veit hvað gengur á, þá munu Repúblikanar þurfa að hætta við þennan heilbrigðiskerfisniðurskurð og halda ríkisrekstrinum gangandi.“ Aðrir þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Demókrötum gæti þó reynst erfitt að útskýra tiltölulega flóknar kröfur þeirra fyrir þjóðinni og Trump er ávallt í sviðsljósinu og hefur sýnt fram á að hann getur yfirtekið umræðuna og haldið henni sér í hag. Hvað felur stöðvun í sér? Við hefðbundnar kringumstæður þarf tólf frumvörp til að samþykkja hefðbundin fjárlög í Bandaríkjunum. Það hefur gengið sífellt erfiðara og erfiðara á undanförnum árum. Hið hefðbundna ferli getur tekið töluverðan tíma og mikla vinnu og því hefur sífellt oftar verið gripið til þess að semja og samþykkja bráðabirgðafjárlög til skamms tíma. Slík frumvörp kallast „continuing resolution“ eða CR. Takist hvorki að samþykkja CR eða frumvörp til lengri tíma, stöðvast rekstur ríkisins. Það felur í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til áðurnefnd frumvörp hafa komist í gegnum þingið. Þetta myndi eiga við um tvær milljónir starfsmanna herafla Bandaríkjanna og rúmlega tvær milljónir annarra opinberra starfsmanna víðsvegar um Bandaríkin. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Demókratar hafa átt í nokkru basli með stuðningsmenn sína, sem hafa kvartað sáran yfir því hve veikburða mótstaða flokksins gegn Trump og Repúblikönum hafi verið. Margir stuðningsmenn flokksins vilja í slag við Repúblikana. Sjá einnig: Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Demókratar hafa margar kröfur til Repúblikana varðandi fjárlög. Þeir eru reiðir yfir því að ekkert samráð skuli hafa verið haft við þá um fjárlög og að Repúblikanar ætli að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurði til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Í „stóra fallega frumvarpinu“ svokallaða, sem Repúblikanar samþykktu fyrr á árinu með miklum erfiðleikum, var nokkuð umfangsmikill niðurskurður hjá því kerfi sem snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Demókratar vilja einnig að hætt verði við að fella niður fjárveitingar til sjónvarpsstöðva eins og PBS og NPR. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hefur neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þykir fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur gripið til nokkurra aðgerða sem þykja hafa grafið undan þinginu, án þess að Repúblikanar þar hafi reynt að standa vörð um völd þingsins. Repúblikanar hafa frá því þeir töku völd í þinghúsinu verið í stöðugu basli með fjárlög. Innan flokksins er fámennur en þó áhrifamikill hópur þingmanna sem hefur lengi barist fyrir umfangsmiklum niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins. Hvert bráðabirgðafjárlagafrumvarp á fætur öðru hefur leitt til deilna innan flokksins og hefur frumvörpum flokksins ítrekað verið hafnað. Þessar deilur eru meðal ástæðna þess að ekki hefur tekist að gera frumvarp til langs tíma í, jú, langan tíma. Síðasta desember stefni í stöðvun ríkisreksturs vestanhafs en þá tókst Repúblikönum á síðustu stundu að samþykkja frumvarp. Sjá einnig: Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Aftur kom svo upp svipuð staða í mars. Þá náðu Repúblikanar í fulltrúadeildinni höndum saman um bráðabirgðafrumvarp en þátt átti sér litla von í öldungadeildinni. Það er að segja þar til Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata þar, lýsti því yfir að hann ætlaði að greiða atkvæði með frumvarpinu. Hann sagði það skárri kostinn af tveimur slæmum. Schumer óttaðist sérstaklega að Donald Trump myndi nota tækifærið til að reyna að taka sér enn meiri völd sem ættu í öðrum kringumstæðum að vera í höndum þingsins. Nú telja Demókratar sig ekki í sömu stöðu og þá sérstaklega hvað varðar Trump og viðhorf hans til þess að deila völdum með þinginu og það að fara eftir lögum. Enginn þingfundur í fulltrúadeildinni Næsti þingfundur í fulltrúadeildinni verður ekki haldinn fyrr en þann 1. október í fyrsta lagi, eftir að fresturinn til að samþykkja ný fjárlög verður liðinni. Repúblikanar í fulltrúadeildinni samþykktu þó í síðustu viku svokallað „hreint“ bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem tryggja á áframhaldandi rekstur ríkisins til 21. nóvember. Einungis einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpinu en mjög ólíklegt er að frumvarpið verði samþykkt í öldungadeildinni áður en fresturinn rennur út. Þar þarf fjárlagafrumvarp sextíu atkvæði en deildin skiptist 53 – 47 milli flokka. Einungis einn öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins sagðist tilbúinn til að veita frumvarpi Repúblikana atkvæði og fór því það ekki fyrir atkvæðagreiðslu. Gagntillögu Demókrata var einnig hafnað. Keppst um skilaboðin John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, ætlar líklega, samkvæmt Punchbowl News, að halda atkvæðagreiðslu um frumvarp Repúblikana næsta mánudag til að reyna að auka þrýstinginn á Demókrata vegna lokunarinnar. Þingmenn beggja flokka hafa á undanförnum dögum ítrekað sakað hina hliðina um að bera ábyrgð á því að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Repúblikanar vilja meina að með því neita að samþykkja frumvarpið þeirra séu það Demókratar sem bera ábyrgðina. Vísa þeir meðal annars til þess að frumvarpið sé „hreint“, sem felur í sér að það eigi að fela í sér óbreytt ástand með hvorki auknum fjárútlátum né niðurskurð. Sjá einnig: Gargaði á flokksfélaga sína Demókratar segja á móti að þeir beri enga ábyrgð til að greiða atkvæði með frumvarpi sem komi þeim í raun ekkert við. Þeir hafi ekki einu sinni fengið fundi með leiðtogum Repúblikanaflokksins um frumvarpið og hafi ekkert fengið að segja um það. Þeir segja enn fremur að Trump hafi sagt Repúblikönum að ræða frumvarpið ekki við Demókrata. Í grein Politico er vísað til þess að á föstudaginn viðurkenndi Trump að stöðvun ríkisrekstursins væri líkleg. Mögulegt yrði að það myndi vara í einhvern tíma. Á laugardaginn var hann svo spurður út í það að leiðtogar Demókrataflokksins vildu ræða málið við hann. Þá sagðist Trump endilega vilja ræða við þá en ítrekaði að það myndi líklega engu breyta. Svo virðist sem enginn fundur hafi verið skipulagður. Báðir sannfærðir um betri stöðu Repúblikanar eru sannfærðir um að þeir séu með betri hönd en Demókratar og byggja það að miklu leyti á þeirra eigin reynslu í gegnum árin. Í svari við fyrirspurn Politcio sagði Thune að deilur sem þessar hefðu sjaldan gengið upp fyrir þá hlið sem væri að biðja um að bætt yrði við frumvarpið. Þeirri hlið hafi yfirleitt verið kennt um ástandið. Demókratar eru samt borubrattir og vísa til þess að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir að Repúblikanar taki réttindi og ívilnanir af íbúum. Þetta sé bara einn liður í áætlun Repúblikana um mun umfangsmeiri niðurskurð í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þeir vilja einnig keyra á það að matarkarfan og aðrar vörur í Bandaríkjunum hafi hækkað í verði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingkona Demókrataflokksins, sagði á dögunum að Demókratar þyrftu bara að segja sannleikann. „Ef bandaríska þjóðin veit hvað gengur á, þá munu Repúblikanar þurfa að hætta við þennan heilbrigðiskerfisniðurskurð og halda ríkisrekstrinum gangandi.“ Aðrir þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Demókrötum gæti þó reynst erfitt að útskýra tiltölulega flóknar kröfur þeirra fyrir þjóðinni og Trump er ávallt í sviðsljósinu og hefur sýnt fram á að hann getur yfirtekið umræðuna og haldið henni sér í hag. Hvað felur stöðvun í sér? Við hefðbundnar kringumstæður þarf tólf frumvörp til að samþykkja hefðbundin fjárlög í Bandaríkjunum. Það hefur gengið sífellt erfiðara og erfiðara á undanförnum árum. Hið hefðbundna ferli getur tekið töluverðan tíma og mikla vinnu og því hefur sífellt oftar verið gripið til þess að semja og samþykkja bráðabirgðafjárlög til skamms tíma. Slík frumvörp kallast „continuing resolution“ eða CR. Takist hvorki að samþykkja CR eða frumvörp til lengri tíma, stöðvast rekstur ríkisins. Það felur í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til áðurnefnd frumvörp hafa komist í gegnum þingið. Þetta myndi eiga við um tvær milljónir starfsmanna herafla Bandaríkjanna og rúmlega tvær milljónir annarra opinberra starfsmanna víðsvegar um Bandaríkin.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira