„Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:02 Tinna Sól nýtur lífsins á Balí. Aðsend „Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti. Balí og Barcelona „Ég flutti til Balí vegna þess að hluti af náminu mínu er starfsnám sem gefur mér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum. Ég ákvað því að grípa tækifærið og eyða næstu mánuðum hér, sérstaklega þar sem ég hef komið hingað tvisvar áður og Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu,“ segir Tinna Sól en hjúin, sem eru bæði í starfsnámi á Balí, hafa verið úti í rúman mánuð og verða í þrjá mánuði í viðbót. Tinna Sól býr með Brynjari kærasta sínum úti.Aðsend Tinna Sól er mikil ævintýramanneskja og stundar nám við ferðamannastjórnun í Barcelona. „Ég hef búið í Barcelona síðastliðin þrjú ár. Það hefur verið ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík upplifun og eftir starfsnámið á Balí fer ég aftur þangað.“ Hjúin elska lífið á Balí.Aðsend Draumasólsetur alla daga Hún segir daglegt líf á Balí mjög þægilegt. „Virku dagarnir eru frekar í rútínu, vinna, sólbað og ræktin. Síðan er algengt að fara seinnipartinn niður á strönd og horfa á sólsetrið, sem ég elska. Um helgar reynum við að nýta tímann í að keyra um, skoða nýja staði og kynnast eyjunni betur.“ Tinna og Brynjar eru dugleg að ferðast um eyjuna og upplifa ævintýri. Aðsend Hún segir að það allra skemmtilegasta við lífið úti sé fólkið, menningin og lífsstíllinn. „Ég hef ferðast mikið en hef aldrei hitt jafn opið og næs fólk, heimamenn gera upplifunina einstaka. Það er líka ákveðin orka sem fylgir því að vera í nýju umhverfi, bæði í daglegu lífi og í litlu augnablikunum sem gera allt spennandi.“ Tinna Sól verður næstu þrjá mánuði á Balí.Aðsend Besti matur sem hún hefur smakkað Heimþráin hefur blessunarlega lítið sem ekkert angrað hana. „Ég held það sé aðallega vegna þess að ég hef komið hingað áður og kannast við mig hérna. Maður finnur þó stundum hvað maður er langt frá Íslandi, sérstaklega vegna tímamismunarins.“ Lífið á Balí er gjörólíkt því sem þekkist hérlendis og segist Tinna sérstaklega hafa þurft að venjast götunum úti. „Það er rosa lítið um gangstéttir og allir ferðast um á vespum. Annað sem kom mér á óvart er að við höfum aldrei eldað heima, það er lítið um það hér og algengara að fara á veitingastað eða panta mat.“ Tinna segist aldrei hafa smakkað jafn góðan mat og á Balí.Aðsend Maturinn stendur að mati Tinnu algjörlega upp úr þegar það kemur að öllum góðu kostum Balís. „Lókal maturinn er bara besti matur sem ég hef smakkað. Svo er það auðvitað fólkið, menningin og þessi rólegi lífsstíll. Við fórum líka í ferð til Ubud um daginn sem var algjör draumur en á næstu mánuðum ætlum við að nýta tímann hér til fulls og skoða og upplifa sem mest. Ég er sérstaklega spennt að fara á eyjarnar í kring, kynnast nýju fólki og bara njóta,“ segir Tinna Sól brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Tinna Sól Þrastardóttir (@tinnassol) Hér má sjá nokkrar fleiri skemmtilegar myndir frá Tinnu og lífinu á Balí: Vespur eru aðal ferðamátinn á eyjunni.Aðsend Það er lítið um gangstéttir á Balí.Aðsend Draumur!Aðsend Sund í skóginum.Aðsend Skvís!Aðsend Tinna Sól og Brynjar eru mjög dugleg að skoða nýja staði.Aðsend Tinna Sól í náttúrufegurðinni.Aðsend Lífið á Balí er næs.Aðsend Íslendingar erlendis Indónesía Ástin og lífið Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Balí og Barcelona „Ég flutti til Balí vegna þess að hluti af náminu mínu er starfsnám sem gefur mér frelsi til að starfa hvar sem er í heiminum. Ég ákvað því að grípa tækifærið og eyða næstu mánuðum hér, sérstaklega þar sem ég hef komið hingað tvisvar áður og Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu,“ segir Tinna Sól en hjúin, sem eru bæði í starfsnámi á Balí, hafa verið úti í rúman mánuð og verða í þrjá mánuði í viðbót. Tinna Sól býr með Brynjari kærasta sínum úti.Aðsend Tinna Sól er mikil ævintýramanneskja og stundar nám við ferðamannastjórnun í Barcelona. „Ég hef búið í Barcelona síðastliðin þrjú ár. Það hefur verið ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík upplifun og eftir starfsnámið á Balí fer ég aftur þangað.“ Hjúin elska lífið á Balí.Aðsend Draumasólsetur alla daga Hún segir daglegt líf á Balí mjög þægilegt. „Virku dagarnir eru frekar í rútínu, vinna, sólbað og ræktin. Síðan er algengt að fara seinnipartinn niður á strönd og horfa á sólsetrið, sem ég elska. Um helgar reynum við að nýta tímann í að keyra um, skoða nýja staði og kynnast eyjunni betur.“ Tinna og Brynjar eru dugleg að ferðast um eyjuna og upplifa ævintýri. Aðsend Hún segir að það allra skemmtilegasta við lífið úti sé fólkið, menningin og lífsstíllinn. „Ég hef ferðast mikið en hef aldrei hitt jafn opið og næs fólk, heimamenn gera upplifunina einstaka. Það er líka ákveðin orka sem fylgir því að vera í nýju umhverfi, bæði í daglegu lífi og í litlu augnablikunum sem gera allt spennandi.“ Tinna Sól verður næstu þrjá mánuði á Balí.Aðsend Besti matur sem hún hefur smakkað Heimþráin hefur blessunarlega lítið sem ekkert angrað hana. „Ég held það sé aðallega vegna þess að ég hef komið hingað áður og kannast við mig hérna. Maður finnur þó stundum hvað maður er langt frá Íslandi, sérstaklega vegna tímamismunarins.“ Lífið á Balí er gjörólíkt því sem þekkist hérlendis og segist Tinna sérstaklega hafa þurft að venjast götunum úti. „Það er rosa lítið um gangstéttir og allir ferðast um á vespum. Annað sem kom mér á óvart er að við höfum aldrei eldað heima, það er lítið um það hér og algengara að fara á veitingastað eða panta mat.“ Tinna segist aldrei hafa smakkað jafn góðan mat og á Balí.Aðsend Maturinn stendur að mati Tinnu algjörlega upp úr þegar það kemur að öllum góðu kostum Balís. „Lókal maturinn er bara besti matur sem ég hef smakkað. Svo er það auðvitað fólkið, menningin og þessi rólegi lífsstíll. Við fórum líka í ferð til Ubud um daginn sem var algjör draumur en á næstu mánuðum ætlum við að nýta tímann hér til fulls og skoða og upplifa sem mest. Ég er sérstaklega spennt að fara á eyjarnar í kring, kynnast nýju fólki og bara njóta,“ segir Tinna Sól brosandi að lokum. View this post on Instagram A post shared by Tinna Sól Þrastardóttir (@tinnassol) Hér má sjá nokkrar fleiri skemmtilegar myndir frá Tinnu og lífinu á Balí: Vespur eru aðal ferðamátinn á eyjunni.Aðsend Það er lítið um gangstéttir á Balí.Aðsend Draumur!Aðsend Sund í skóginum.Aðsend Skvís!Aðsend Tinna Sól og Brynjar eru mjög dugleg að skoða nýja staði.Aðsend Tinna Sól í náttúrufegurðinni.Aðsend Lífið á Balí er næs.Aðsend
Íslendingar erlendis Indónesía Ástin og lífið Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira