Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 17:16 Sonja og Ólafur fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu áminningarskylduna, styttingu vinnuvikunnar og ýmis kjaramál. Vísir/Ívar Fannar og Einar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki hrifinn af hugmynd Sonju Ýrar Þorbergsdóttur, formanns BSRB, um að innleiða áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn í stað þess að afnema hann á opinberum markaði. Ólafur og Sonja ræddu stöðu opinberra starfsmanna og tillögu stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu fyrir opinbera starfsmenn í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sonja segir um 30 þúsund manns starfa hjá hinu opinbera og reglur um áminningarskyldu endurspegli reglur stjórnsýslulaga. „Það er raunverulega verið að tryggja að þegar það er verið að taka ákvarðanir, eins og um uppsögn, að hún sé byggð á málefnalegum sjónarmiðum og það sé búið að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt,“ segir Sonja og að þannig eigi að vera hægt að gæta meðalhófs. Hún segir það almennt þannig að lagasetning miði ekki við að einhver geti eða ætli sér að svindla á kerfinu. Af þeim 30 þúsund sem starfi hjá hinu opinbera sé hátt hlutfall að hlaupa hratt í vinnunni. Helmingur starfi í heilbrigðiskerfinu og stór hluti í menntakerfi og lögreglu. „Auðvitað er fólk að reyna að standa sig í vinnunni og þessar reglur eru líka að reyna að passa upp á það að kerfið virki óháð hvaða persónur koma til leiks hverju sinni,“ segir hún og að þannig eigi að koma í veg fyrir að fólki sé sagt upp af geðþótta, eða að einhver hreinsi út til að fá vini sína í staðinn. Það sé ástæðan fyrir andstöðu BSRB við tillögum stjórnvalda um afnám reglunnar. Þau vilji vernda þau sem standa sig vel og segja þegar fullar heimildir innan núverandi lagaramma til að segja fólki upp sé það ekki að standa sig. Kerfið ekki hannað til að verja þau sem ekki standi sig Hún segir það ekki sína reynslu innan BSRB eða af dómaframkvæmd að kerfið sé að verja þau sem ekki standi sig. Til dæmis sé nýlegur dómur sem sýni að aðeins séu nokkrir dagar á milli þess að starfsmaður fær áminningu og þar til honum er sagt upp. Þá segir hún það tilfinningu þeirra hjá BSRB að sveitarfélögin veiti oftar áminningu en ríkið og að í sumum stofnunum, sérstaklega litlum, sé ekki endilega verið að nota öll þau tól sem eru í boði eins og frammistöðumat til dæmis. Ólafur segir tillögu fjármálaráðherra um afnám reglunnar góða og að hún sé í takt við það sem FA og önnur samtök á vinnumarkaði hafi kallað eftir. Það geti aukið hagkvæmni að geta áminnt og svo séu til margir dómar um starfsmann sem var vanhæfur í starfi en fær skaðabætur frá ríkinu vegna þess að það var ekki nákvæmlega rétt staðið að áminningarferlinu. „Það þýðir að stjórnendur hika við að beita því,“ segir hann og að þó svo að það séu heimildir í lögum þá sé kerfið of flókið og svifaseint. Ólafur segir það annars vegar réttlætismál að afnema þessa skyldu. Það brjóti á réttlætiskennd margra að fólk sem hafi ekki staðið sig í vinnu fái svo jafnvel milljónir í bætur. Þá sé þetta einnig réttlætismál gagnvart stórum meirihluta opinberra starfsmanna að ekki sé búin til sérstök vörn fyrir þennan litla hóp sem ekki stendur sig og spilar á kerfið. Skipti máli fyrir samkeppni að afnema regluna Í þriðja lagi segir Ólafur þetta skipta máli fyrir samkeppni á vinnumarkaði. Stjórnsýslan hafi stækkað hraðast síðustu ár hjá hinu opinbera og á sama tíma megi sjá að launin í stjórnsýslunni séu orðin hærri eða sambærileg við það sem er á almennum markaði. Búið sé að samræma lífeyrisréttindin og stytta vinnuvikuna, veikindaréttur rýmri og orlofsréttur lengri. „Þá segjum við af hverju í ósköpunum ætti það sem er í dag orðið þriðjungur vinnumarkaðarins líka að njóta einhverra svona sérréttinda?“ spyr Ólafur og segir að félagsmenn í FA segir margir að það sé orðið erfitt að keppa við opinberar stofnanir um stjórnendur og sérfræðinga. Fólk gangi að betri kjörum hjá ríkinu og uppsagnarvernd og kjósi það frekar. Sonja segir að í þessu samhengi verði að horfa til þess að hjá ríkinu séu stórir einkeypishópar, þeir geti bara unnið hjá ríki eða sveitarfélagi, en það séu einnig stéttir sem geti flakkað á milli hins opinbera og almenna markaðar. Það séu til dæmis hagfræðingar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar. Greiningar sýni að laun séu almennt hærri á almennum markaði en það séu vissulega einstök dæmi um hærri laun hjá opinberum starfsmönnum. Sonja segir að þó svo að áminningarskyldan yrði afnumin yrðu samt áfram málsmeðferðarreglur um það hvernig eigi að segja fólki upp. Þær yrðu áfram í gildi og allir myndu þurfa að fylgja þeim. Það sé skriflegt ferli og fólk vilji yfirleitt hafa það þannig. Hvað varðar til dæmis styttingu vinnuvikunnar segir Sonja að þegar 40 stunda vinnuvika var innleidd á síðustu öld hafi opinberir starfsmenn sömuleiðis verið búnir að innleiða það áður en það var innleitt á almennum vinnumarkaði. Það sé gjarnan þannig að einhver einn hópur eða stéttarfélag semji um eitthvað sem verði svo algilt eftir einhvern tíma. Frekar setja skylduna á allan vinnumarkaðinn Þá segir hún áminningarskylduna gjarnan á öðrum Norðurlöndum gilda um bæði opinberan og almennan markað. Það væri því eðlilegra að jafna leikinn með því að láta regluna gilda fyrir allan vinnumarkaðinn. Stéttarfélög opinberra starfsmanna séu ekki sérstakir talsmenn þeirra sem ekki standi sig í starfi en það verði allir að njóta þess réttar að það sé farið rétt að málum. Ólafur segist frekar vilja einfalda kerfið og að hans mati sé það slæm hugmynd að útfæra áminningarskylduna fyrir allan vinnumarkaðinn. Hann hafi talað við vinnuveitendur í öðrum löndum sem séu ekki hrifnir. Vinnumarkaðurinn sé sveigjanlegur á þann hátt að þegar illa gengur séu fyrirtæki fljót að segja fólki upp en séu á sama tíma fljót að ráða fleiri þegar vel gengur. Þetta haldist líka í hendur, sé erfitt að segja fólki upp þá sé ólíklegra að fyrirtæki ráði fólk. Ólafur og Sonja ræddu einnig styttingu vinnuvikunnar, álag á opinberum markaði og samkeppni. Þá ræddu þau einnig orð Sigríðar Indriðadóttur mannauðsstjóra í viðtali um að stjórnendur veigri sér við að fara í áminningarferli og sitji frekar uppi með „skemmd epli“. Sonja sagði um viðtalið við Sigríði að það sem hún hafi lesið sem rauða þráðinn í viðtalinu hafi verið stjórnendavandi og það sé staðreynd að stjórnendur í litlum stofnunum njóti ekki nægilega mikils stuðnings. Það sé algjör jaðarhópur sem standi sig ekki í vinnunni og það sé þörf á að ræða hvaða menning það sé sem standi í vegi fyrir því að stjórnendur geti brugðist við þessum litla hópi. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni að ofan. Stéttarfélög Rekstur hins opinbera Kjaramál Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Ólafur og Sonja ræddu stöðu opinberra starfsmanna og tillögu stjórnvalda um að afnema áminningarskyldu fyrir opinbera starfsmenn í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sonja segir um 30 þúsund manns starfa hjá hinu opinbera og reglur um áminningarskyldu endurspegli reglur stjórnsýslulaga. „Það er raunverulega verið að tryggja að þegar það er verið að taka ákvarðanir, eins og um uppsögn, að hún sé byggð á málefnalegum sjónarmiðum og það sé búið að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt,“ segir Sonja og að þannig eigi að vera hægt að gæta meðalhófs. Hún segir það almennt þannig að lagasetning miði ekki við að einhver geti eða ætli sér að svindla á kerfinu. Af þeim 30 þúsund sem starfi hjá hinu opinbera sé hátt hlutfall að hlaupa hratt í vinnunni. Helmingur starfi í heilbrigðiskerfinu og stór hluti í menntakerfi og lögreglu. „Auðvitað er fólk að reyna að standa sig í vinnunni og þessar reglur eru líka að reyna að passa upp á það að kerfið virki óháð hvaða persónur koma til leiks hverju sinni,“ segir hún og að þannig eigi að koma í veg fyrir að fólki sé sagt upp af geðþótta, eða að einhver hreinsi út til að fá vini sína í staðinn. Það sé ástæðan fyrir andstöðu BSRB við tillögum stjórnvalda um afnám reglunnar. Þau vilji vernda þau sem standa sig vel og segja þegar fullar heimildir innan núverandi lagaramma til að segja fólki upp sé það ekki að standa sig. Kerfið ekki hannað til að verja þau sem ekki standi sig Hún segir það ekki sína reynslu innan BSRB eða af dómaframkvæmd að kerfið sé að verja þau sem ekki standi sig. Til dæmis sé nýlegur dómur sem sýni að aðeins séu nokkrir dagar á milli þess að starfsmaður fær áminningu og þar til honum er sagt upp. Þá segir hún það tilfinningu þeirra hjá BSRB að sveitarfélögin veiti oftar áminningu en ríkið og að í sumum stofnunum, sérstaklega litlum, sé ekki endilega verið að nota öll þau tól sem eru í boði eins og frammistöðumat til dæmis. Ólafur segir tillögu fjármálaráðherra um afnám reglunnar góða og að hún sé í takt við það sem FA og önnur samtök á vinnumarkaði hafi kallað eftir. Það geti aukið hagkvæmni að geta áminnt og svo séu til margir dómar um starfsmann sem var vanhæfur í starfi en fær skaðabætur frá ríkinu vegna þess að það var ekki nákvæmlega rétt staðið að áminningarferlinu. „Það þýðir að stjórnendur hika við að beita því,“ segir hann og að þó svo að það séu heimildir í lögum þá sé kerfið of flókið og svifaseint. Ólafur segir það annars vegar réttlætismál að afnema þessa skyldu. Það brjóti á réttlætiskennd margra að fólk sem hafi ekki staðið sig í vinnu fái svo jafnvel milljónir í bætur. Þá sé þetta einnig réttlætismál gagnvart stórum meirihluta opinberra starfsmanna að ekki sé búin til sérstök vörn fyrir þennan litla hóp sem ekki stendur sig og spilar á kerfið. Skipti máli fyrir samkeppni að afnema regluna Í þriðja lagi segir Ólafur þetta skipta máli fyrir samkeppni á vinnumarkaði. Stjórnsýslan hafi stækkað hraðast síðustu ár hjá hinu opinbera og á sama tíma megi sjá að launin í stjórnsýslunni séu orðin hærri eða sambærileg við það sem er á almennum markaði. Búið sé að samræma lífeyrisréttindin og stytta vinnuvikuna, veikindaréttur rýmri og orlofsréttur lengri. „Þá segjum við af hverju í ósköpunum ætti það sem er í dag orðið þriðjungur vinnumarkaðarins líka að njóta einhverra svona sérréttinda?“ spyr Ólafur og segir að félagsmenn í FA segir margir að það sé orðið erfitt að keppa við opinberar stofnanir um stjórnendur og sérfræðinga. Fólk gangi að betri kjörum hjá ríkinu og uppsagnarvernd og kjósi það frekar. Sonja segir að í þessu samhengi verði að horfa til þess að hjá ríkinu séu stórir einkeypishópar, þeir geti bara unnið hjá ríki eða sveitarfélagi, en það séu einnig stéttir sem geti flakkað á milli hins opinbera og almenna markaðar. Það séu til dæmis hagfræðingar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar. Greiningar sýni að laun séu almennt hærri á almennum markaði en það séu vissulega einstök dæmi um hærri laun hjá opinberum starfsmönnum. Sonja segir að þó svo að áminningarskyldan yrði afnumin yrðu samt áfram málsmeðferðarreglur um það hvernig eigi að segja fólki upp. Þær yrðu áfram í gildi og allir myndu þurfa að fylgja þeim. Það sé skriflegt ferli og fólk vilji yfirleitt hafa það þannig. Hvað varðar til dæmis styttingu vinnuvikunnar segir Sonja að þegar 40 stunda vinnuvika var innleidd á síðustu öld hafi opinberir starfsmenn sömuleiðis verið búnir að innleiða það áður en það var innleitt á almennum vinnumarkaði. Það sé gjarnan þannig að einhver einn hópur eða stéttarfélag semji um eitthvað sem verði svo algilt eftir einhvern tíma. Frekar setja skylduna á allan vinnumarkaðinn Þá segir hún áminningarskylduna gjarnan á öðrum Norðurlöndum gilda um bæði opinberan og almennan markað. Það væri því eðlilegra að jafna leikinn með því að láta regluna gilda fyrir allan vinnumarkaðinn. Stéttarfélög opinberra starfsmanna séu ekki sérstakir talsmenn þeirra sem ekki standi sig í starfi en það verði allir að njóta þess réttar að það sé farið rétt að málum. Ólafur segist frekar vilja einfalda kerfið og að hans mati sé það slæm hugmynd að útfæra áminningarskylduna fyrir allan vinnumarkaðinn. Hann hafi talað við vinnuveitendur í öðrum löndum sem séu ekki hrifnir. Vinnumarkaðurinn sé sveigjanlegur á þann hátt að þegar illa gengur séu fyrirtæki fljót að segja fólki upp en séu á sama tíma fljót að ráða fleiri þegar vel gengur. Þetta haldist líka í hendur, sé erfitt að segja fólki upp þá sé ólíklegra að fyrirtæki ráði fólk. Ólafur og Sonja ræddu einnig styttingu vinnuvikunnar, álag á opinberum markaði og samkeppni. Þá ræddu þau einnig orð Sigríðar Indriðadóttur mannauðsstjóra í viðtali um að stjórnendur veigri sér við að fara í áminningarferli og sitji frekar uppi með „skemmd epli“. Sonja sagði um viðtalið við Sigríði að það sem hún hafi lesið sem rauða þráðinn í viðtalinu hafi verið stjórnendavandi og það sé staðreynd að stjórnendur í litlum stofnunum njóti ekki nægilega mikils stuðnings. Það sé algjör jaðarhópur sem standi sig ekki í vinnunni og það sé þörf á að ræða hvaða menning það sé sem standi í vegi fyrir því að stjórnendur geti brugðist við þessum litla hópi. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni að ofan.
Stéttarfélög Rekstur hins opinbera Kjaramál Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira