Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 13:19 Carney, Starmer og Albanese. samsett Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. „Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
„Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira