Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar 20. september 2025 20:30 Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun