Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2025 09:02 „Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Þegar ró næst fer ekki dýrmætur tími forgörðum. Ætla má að þetta sé það sem við köllum almenna skynsemi og má fullyrða að flestir foreldrar sinna þessu hlutverki vel. Bæta má hins vegar við að foreldrar þjálfi með börnum sínum jákvæðan aga. Íslenskir kennarar eru ellefu mínútum lengur að ná aga eða ró í bekkjastarfi sínu, að meðaltali, miðað við rannsóknir á Norðurlöndunum. Agi er orð sem oft hefur verið misskilið. Fólk hræðist oft að ræða aga eða réttara sagt hvað agaleysi felur í sér. Þegar skoðaðar eru rannsóknir á skaðlegu umhverfi, bæði í uppeldi og á vinnustöðum, er agaleysi flokkuð sem vanræksla. Áhrifin af vanrækslu í uppeldi eru ákaflega skaðleg. Foreldrum ber skylda til að börn sín séu vel undirbúin til skólagöngunnar en með réttu má segja að leikskólar aðstoði foreldra við aðlögun barna að grunnskólanámi. Í stærri samhengi hlutanna bera foreldrar einnig ábyrgð á því að börnin vaxi úr grasi og verði virkir þátttakendur samfélagsins. Þetta er verkefni sem skólinn og foreldar skipta sín á milli, hvor liður mikilvægur í uppvextinum. En þá spyr maður sig, hvað kemur fyrir barn sem aldrei hefur fengið þjálfun í að fara eftir settum reglum, alist upp án aga og marka? Eða unglingar? Hvað gerist þegar einstaklingurinn verður fullorðinn? Það skín í gegn að agaleysi er vandamál sem er viðvarandi. Það kallar á samfélagsleg viðbrögð og við þufum því að velta því fyrir okkur hvernig við getum náð ró í skólastarfinu. Agaleysi er ekki bara áskorun fyrir skólann heldur samfélagslegt vandamál sem hefur afleiðingar langt fram á fullorðins ár. Ró í skólastofunni. Ró í skólastofunni miðast að sjálfsögðu við hvern árgang, hvert barn og þann stuðning sem þarf til að halda uppi skipulögðu starfi. Ró næst líka með því að foreldrar sinni samstarfi við skóla, fylgist með daglegu skólastarfi og taki virkan þátt í foreldrasamstarfi. Ali upp virðingu fyrir kennurum, skólastarfi og menntun. Styðji við barnið sitt svo það geti verið í bekkjar umhverfi frá upphafi. Styðji það til jákvæðrar hegðunar, sýni því fram á að óæskileg hegðun hafi afleiðingar og beiti leiðandi uppeldisaðferðum. Árangur í að koma í veg fyrir einelti, sem dæmi, byggir á að barn geti sett sig í spor annarra. Til þess þarf samstarf heimila og skóla og í raun alls samfélagsins. Rannsóknir sýna að sá hæfileiki, sem er grundvallar hluti af hópstarfi, er á niðurleið. Foreldrar þurfa að leggja sig fram um að barni sé leiðbeint þannig í samskiptum að það geti átt í jákvæðum samskiptum við önnur börn og fullorðið fólk. Það er að sjálfsögðu ekki allir sem getað náð þeirri færni í samskiptum. Þeir sem eru með þroska- og hegðunarraskanir þurfa oftar en ekki aðstoð sem skólanum ber að veita. Hvernig næst ró í skólakerfinu? Munum að ró í skólastofu hefst heima, þar er lagður grunnur að þeirri færni sem hvert og eitt barn þarf að búa yfir til að ró náist. Ró í skólastofu næst betur t.d. með því að vera ekki með símana til að trufla athygli. Ró næst t.d. þegar virðing er borin fyrir samnemendum og kennurum. Pólitísk ró? Einn af þeim þáttum sem hafa gleymst í þeirri umræðu er að samfélagið hefur breyst hratt á undanförnum árum. Samfélagið innan hvers bekkjar, samfélagið utan bekkjar. Fjölbreytni og þarfir ólíkra hópa hefur vaxið til muna. Skólarnir hafa tekist á við samfélagsbreytingar á aðdáunarverðan máta. Ég hef haft þann heiður að heimsækja marga skóla í Reykjavíkurborg. Þar er unnið fagmannlegt starf. Tími er komin til að við tökum saman höndum um hvernig skólakerfi við viljum. Vandi menntakerfisins liggur í að póltíkin þvælist fyrir. Það er að segja á fjögurra ára fresti er skipt um ráðherra og pólitískt kjörna fulltrúa og þar með stefnumótun í menntakerfinu. Við þurfum að halda okkur við langtímastefnumótun. Þar þarf aga og úthald eins og í uppeldi. Hvolpur sem ekki fær aga í uppeldi getur bitið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík og situr í Skóla- og frístundarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms. Þegar ró næst fer ekki dýrmætur tími forgörðum. Ætla má að þetta sé það sem við köllum almenna skynsemi og má fullyrða að flestir foreldrar sinna þessu hlutverki vel. Bæta má hins vegar við að foreldrar þjálfi með börnum sínum jákvæðan aga. Íslenskir kennarar eru ellefu mínútum lengur að ná aga eða ró í bekkjastarfi sínu, að meðaltali, miðað við rannsóknir á Norðurlöndunum. Agi er orð sem oft hefur verið misskilið. Fólk hræðist oft að ræða aga eða réttara sagt hvað agaleysi felur í sér. Þegar skoðaðar eru rannsóknir á skaðlegu umhverfi, bæði í uppeldi og á vinnustöðum, er agaleysi flokkuð sem vanræksla. Áhrifin af vanrækslu í uppeldi eru ákaflega skaðleg. Foreldrum ber skylda til að börn sín séu vel undirbúin til skólagöngunnar en með réttu má segja að leikskólar aðstoði foreldra við aðlögun barna að grunnskólanámi. Í stærri samhengi hlutanna bera foreldrar einnig ábyrgð á því að börnin vaxi úr grasi og verði virkir þátttakendur samfélagsins. Þetta er verkefni sem skólinn og foreldar skipta sín á milli, hvor liður mikilvægur í uppvextinum. En þá spyr maður sig, hvað kemur fyrir barn sem aldrei hefur fengið þjálfun í að fara eftir settum reglum, alist upp án aga og marka? Eða unglingar? Hvað gerist þegar einstaklingurinn verður fullorðinn? Það skín í gegn að agaleysi er vandamál sem er viðvarandi. Það kallar á samfélagsleg viðbrögð og við þufum því að velta því fyrir okkur hvernig við getum náð ró í skólastarfinu. Agaleysi er ekki bara áskorun fyrir skólann heldur samfélagslegt vandamál sem hefur afleiðingar langt fram á fullorðins ár. Ró í skólastofunni. Ró í skólastofunni miðast að sjálfsögðu við hvern árgang, hvert barn og þann stuðning sem þarf til að halda uppi skipulögðu starfi. Ró næst líka með því að foreldrar sinni samstarfi við skóla, fylgist með daglegu skólastarfi og taki virkan þátt í foreldrasamstarfi. Ali upp virðingu fyrir kennurum, skólastarfi og menntun. Styðji við barnið sitt svo það geti verið í bekkjar umhverfi frá upphafi. Styðji það til jákvæðrar hegðunar, sýni því fram á að óæskileg hegðun hafi afleiðingar og beiti leiðandi uppeldisaðferðum. Árangur í að koma í veg fyrir einelti, sem dæmi, byggir á að barn geti sett sig í spor annarra. Til þess þarf samstarf heimila og skóla og í raun alls samfélagsins. Rannsóknir sýna að sá hæfileiki, sem er grundvallar hluti af hópstarfi, er á niðurleið. Foreldrar þurfa að leggja sig fram um að barni sé leiðbeint þannig í samskiptum að það geti átt í jákvæðum samskiptum við önnur börn og fullorðið fólk. Það er að sjálfsögðu ekki allir sem getað náð þeirri færni í samskiptum. Þeir sem eru með þroska- og hegðunarraskanir þurfa oftar en ekki aðstoð sem skólanum ber að veita. Hvernig næst ró í skólakerfinu? Munum að ró í skólastofu hefst heima, þar er lagður grunnur að þeirri færni sem hvert og eitt barn þarf að búa yfir til að ró náist. Ró í skólastofu næst betur t.d. með því að vera ekki með símana til að trufla athygli. Ró næst t.d. þegar virðing er borin fyrir samnemendum og kennurum. Pólitísk ró? Einn af þeim þáttum sem hafa gleymst í þeirri umræðu er að samfélagið hefur breyst hratt á undanförnum árum. Samfélagið innan hvers bekkjar, samfélagið utan bekkjar. Fjölbreytni og þarfir ólíkra hópa hefur vaxið til muna. Skólarnir hafa tekist á við samfélagsbreytingar á aðdáunarverðan máta. Ég hef haft þann heiður að heimsækja marga skóla í Reykjavíkurborg. Þar er unnið fagmannlegt starf. Tími er komin til að við tökum saman höndum um hvernig skólakerfi við viljum. Vandi menntakerfisins liggur í að póltíkin þvælist fyrir. Það er að segja á fjögurra ára fresti er skipt um ráðherra og pólitískt kjörna fulltrúa og þar með stefnumótun í menntakerfinu. Við þurfum að halda okkur við langtímastefnumótun. Þar þarf aga og úthald eins og í uppeldi. Hvolpur sem ekki fær aga í uppeldi getur bitið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík og situr í Skóla- og frístundarráði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun