Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:48 Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé. vísir/vilhelm Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira