Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2025 13:25 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun mikilvægt að tryggja lóðaframboð í takt við íbúafjölgun. Vaxtamörk sveitarfélaga megi ekki vinna gegn því markmiði og hinda uppbyggingu. Vísir/Anton Brink Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent