Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. september 2025 09:31 Garpur kleif Skessuhorn með vini sínum Bergi og sýndi frá fjallgöngunni í nýjasta þætti af Okkar eigin Íslandi. Ævintýramaðurinn Garpur klifraði með vini sínum Bergi upp á Skessuhorn sem er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar. Útsýnið stóð sannarlega undir nafni en aðstæðurnar voru líka krefjandi. Klifur Skessuhorns er umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Ferðalagið að Skessuhorni úr bænum. Fyrst þurftu þeir félagar að ganga góðan spöl, um þrjá og hálfan tíma, að fjallinu og svo tók við klifið upp Skessuhorn. „Við getum ekki kvartað yfir deginum en það er alls konar snjór hins vegar í toppunum hérna. Þannig það verður spennandi að sjá hvað tekur á móti okkur því ofar sem við komumst. Við erum ekkert endilega alveg undir það búnir,“ sagði Garpur rétt áður en bröltið byrjaði. Bröltið fór vel ofan í mennina tvo enda nóg af góðum steinum til að grípa. Eftir því sem þeir komust ofar fór bröltið að verða snúnara, klaki og bleyta flæktust þar aðeins fyrir. „Það eru hálfgrillaðar aðstæður, það er einhvers konar klaki en hann er laus og ekki djúpur. Samt svolítið blautt undir en það er sleipt samt,“ sagði Garpur þegar þeir voru komnir langt upp á fjallið. Skessuhorn er ansi fallegt fjall. „Það er orðið fallegt. Vonandi lendum við ekki í skýjum upp á toppi. Þetta er búið að vera skemmtilegt brölt þannig það skiptir eiginlega ekki máli,“ sagði Garpur þegar voru alveg að koma að toppinum. Efst blasti síðan við snæviþaktur toppur og óviðjafnanlegt útsýni. Síðan gengu þeir niður fjallið í kvöldsólinni. Mennirnir tveir á toppi Skessuhorns. Borgarbyggð Okkar eigið Ísland Fjallamennska Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira
Klifur Skessuhorns er umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Ferðalagið að Skessuhorni úr bænum. Fyrst þurftu þeir félagar að ganga góðan spöl, um þrjá og hálfan tíma, að fjallinu og svo tók við klifið upp Skessuhorn. „Við getum ekki kvartað yfir deginum en það er alls konar snjór hins vegar í toppunum hérna. Þannig það verður spennandi að sjá hvað tekur á móti okkur því ofar sem við komumst. Við erum ekkert endilega alveg undir það búnir,“ sagði Garpur rétt áður en bröltið byrjaði. Bröltið fór vel ofan í mennina tvo enda nóg af góðum steinum til að grípa. Eftir því sem þeir komust ofar fór bröltið að verða snúnara, klaki og bleyta flæktust þar aðeins fyrir. „Það eru hálfgrillaðar aðstæður, það er einhvers konar klaki en hann er laus og ekki djúpur. Samt svolítið blautt undir en það er sleipt samt,“ sagði Garpur þegar þeir voru komnir langt upp á fjallið. Skessuhorn er ansi fallegt fjall. „Það er orðið fallegt. Vonandi lendum við ekki í skýjum upp á toppi. Þetta er búið að vera skemmtilegt brölt þannig það skiptir eiginlega ekki máli,“ sagði Garpur þegar voru alveg að koma að toppinum. Efst blasti síðan við snæviþaktur toppur og óviðjafnanlegt útsýni. Síðan gengu þeir niður fjallið í kvöldsólinni. Mennirnir tveir á toppi Skessuhorns.
Borgarbyggð Okkar eigið Ísland Fjallamennska Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira