Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 18. september 2025 11:01 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun