Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar 18. september 2025 12:30 Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun