Innlent

Ók á fimm til sex kyrr­stæða bíla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bensínstöð Olís við Rauðavatn.
Bensínstöð Olís við Rauðavatn. Já.is

Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður.

RÚV greindi fyrst frá. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að atburðarásin liggi ekki fyrir. Einstaklingur hafi ekið á fimm til sex kyrrstæða og mannlausa bíla. Hans eigin hafi verið nokkuð skemmdur eftir árekstrana.

Ökumaður hafi verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til skoðunar en ekki talin alvarlega slasaður. Um er að ræða malaröxlina við bensínstöð Olís á Suðurlandsvegi á leiðinni út úr bænum.

Allt bendir til þess að ökumaður hafi verið að aka í austurátt út úr bænum þegar hann ók utan í bílana.


Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×