Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:31 Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Heimilisofbeldi Reykjavík Kynbundið ofbeldi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun