Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 11:52 Árborg falaðist eftir landi á mörkum sveitarfélagsins og Flóahrepps austan við Selfoss en þeirri ósk var hafnað. Vísir/Vilhelm Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar. Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar.
Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira