Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 09:43 Forsetahjónin skoðuðu sig um í Windsor-kastala í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar. Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila