Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 09:43 Forsetahjónin skoðuðu sig um í Windsor-kastala í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar. Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira