Sport

Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ronaldinho reiddi sig meira á tæknina en Usain Bolt notaði hraðann, þegar þeir voru upp á sitt besta. Það verður spennandi að sjá hvaða brögðum þeir beita sem þjálfarar.
Ronaldinho reiddi sig meira á tæknina en Usain Bolt notaði hraðann, þegar þeir voru upp á sitt besta. Það verður spennandi að sjá hvaða brögðum þeir beita sem þjálfarar.

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldinho og hraðasti hundrað metra hlaupari sögunnar, Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, munu þjálfa lið í skemmtilegri fótboltadeild sem er að hefja göngu sína í Bandaríkjunum.

The Baller League er deild skipuð sex manna fótboltaliðum, sem hefur notið mikilla vinsælda í Þýskalandi og Bretlandi síðan hún var stofnuð af fyrrum fótboltamönnunum Mats Hummels og Lukas Podolski í fyrra.

Nú er förinni heitið vestur um haf og Miami er áfangastaðurinn.

Fjöldi þekktra einstaklinga kemur að stofnun deildarinnar í Bandaríkjunum og liðin verða skipuð fyrrum atvinnumönnum í fótbolta, í bland við annað frægt fólk úr íþróttaheiminum.

Sjö lið hafa nú þegar staðfest þátttöku sína en þau verða þjálfuð af Ronaldinho, Usain Bolt og fyrrum NFL-stjörnunni Odell Beckham Jr. ásamt streymisstjörnunum Kai Cenat, AMP, xQc og Marlon. IShowSpeed verður síðan í skemmtinefndinni og sér um kynningarmál.

Leikmannalistinn hefur ekki enn verið kynntur en nokkrir fyrrum leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa spilað í deildinni í Bretlandi og Þýsklandi. Þar má nefna Troy Deeney, Jordan Ibe, Adrian Mariappa, Ciaran Clark og Henri Lansbury.

Þekktustu nöfnin virðast þó aðallega sjá um þjálfun í þessari deild en Ian Wright, Gary Lineker, Alan Shearer, Luis Figo, Roberto Pires og Thierry Henry hafa allir stýrt leikjum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×