„Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 11:32 Andrea Kolbeinsdóttir er einn fremsti utanvegahlaupari Íslands. sýn sport Landslið Íslands í utanvegahlaupum undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram 25.-28. september á Spáni. Hin fjölhæfa Andrea Kolbeinsdóttir kveðst spennt fyrir mótinu. Keppt er í tveimur vegalengdum, 45 og 82 kílómetrum, og sendir Ísland sex karla og sex konur til leiks á HM. Andrea vann Laugarvegshlaupið í sumar og er í góðu formi fyrir heimsmeistaramótið. „Það er geggjað að það sé loksins komið að þessu. Maður er búinn að telja niður síðan maður kláraði Evrópumeistaramótið í fyrra. Þá vissi maður alltaf af þessu sem næsta stóra utanvegamarkmiði. Ég er orðin mjög spennt,“ sagði Andrea í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur „Maður er búinn að hugsa um þetta í meira en ár en auðvitað eru önnur verkefni búin að koma í millitíðinni. En þetta er eitt af því langstærsta.“ Andrea segir undirbúninginn fyrir HM hafa gengið vel. Verður góð áskorun „Ég er búin að einbeita mér að öðru líka en síðustu tvo mánuði hefur maður tekið lengri túra og fleiri hæðarmetra og finnur akkúrat formið kikka inn núna. Ég finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma sem er mjög góð tilfinning,“ sagði Andrea sem ætlar að hlaupa 82 kílómetra. Þeir eru með 5.400 metra hækkun svo um mikla þrekraun er að ræða. „Þetta verður góð áskorun en ég er mjög spennt,“ sagði Andrea. Muna að næra sig Hún kveðst vera með háleit markmið og er meðvituð um að hún þurfi að takast á við mótlæti. „Það getur verið hiti, hæð og þetta er þannig séð það lengsta sem ég hef tekið í tíma á fótum; svona mikil ákefð og svona mikil hækkun. Maður þarf að muna að næra sig jafnt og þétt í gegnum allt hlaupið til að missa ekki orkuna í lokin. Þetta verður erfitt en maður veit það,“ sagði Andrea sem fagnar því að vera hluti af góðum hóp íslenskra hlaupara sem æfa mikið saman. En hver eru markmiðin fyrir HM? „Það er erfitt að segja með tíma, því maður veit ekki brautina, og sæti því maður þekkir ekki alla keppinautana. En ég ætla að vera eins ofarlega og ég get,“ sagði Andrea. Viðtalið við Andreu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hlaup Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Keppt er í tveimur vegalengdum, 45 og 82 kílómetrum, og sendir Ísland sex karla og sex konur til leiks á HM. Andrea vann Laugarvegshlaupið í sumar og er í góðu formi fyrir heimsmeistaramótið. „Það er geggjað að það sé loksins komið að þessu. Maður er búinn að telja niður síðan maður kláraði Evrópumeistaramótið í fyrra. Þá vissi maður alltaf af þessu sem næsta stóra utanvegamarkmiði. Ég er orðin mjög spennt,“ sagði Andrea í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur „Maður er búinn að hugsa um þetta í meira en ár en auðvitað eru önnur verkefni búin að koma í millitíðinni. En þetta er eitt af því langstærsta.“ Andrea segir undirbúninginn fyrir HM hafa gengið vel. Verður góð áskorun „Ég er búin að einbeita mér að öðru líka en síðustu tvo mánuði hefur maður tekið lengri túra og fleiri hæðarmetra og finnur akkúrat formið kikka inn núna. Ég finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma sem er mjög góð tilfinning,“ sagði Andrea sem ætlar að hlaupa 82 kílómetra. Þeir eru með 5.400 metra hækkun svo um mikla þrekraun er að ræða. „Þetta verður góð áskorun en ég er mjög spennt,“ sagði Andrea. Muna að næra sig Hún kveðst vera með háleit markmið og er meðvituð um að hún þurfi að takast á við mótlæti. „Það getur verið hiti, hæð og þetta er þannig séð það lengsta sem ég hef tekið í tíma á fótum; svona mikil ákefð og svona mikil hækkun. Maður þarf að muna að næra sig jafnt og þétt í gegnum allt hlaupið til að missa ekki orkuna í lokin. Þetta verður erfitt en maður veit það,“ sagði Andrea sem fagnar því að vera hluti af góðum hóp íslenskra hlaupara sem æfa mikið saman. En hver eru markmiðin fyrir HM? „Það er erfitt að segja með tíma, því maður veit ekki brautina, og sæti því maður þekkir ekki alla keppinautana. En ég ætla að vera eins ofarlega og ég get,“ sagði Andrea. Viðtalið við Andreu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Hlaup Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira