Lífið

Kettir með engar rófur til sýnis

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þessi tignarlegi Sfinx köttur tók á móti gestum í Garðheimum í dag.
Þessi tignarlegi Sfinx köttur tók á móti gestum í Garðheimum í dag. Vísir/Lýður Valberg

Um helgina stóð Kattaræktarfélag Íslands fyrir sérstakri kynningardagskrá í Garðheimum í Breiðholti, þar sem gestir gátu kynnt sér fjölbreyttar kattategundir – hver annarri ólíkari, meðal annars ketti með enga rófu.

Þar mátti sjá marga af fallegustu köttum landsins. Voru til sýnis heilar átta kattategundir, meðal annars með öllu hárlaus Sphynx köttur, kafloðinn og tignarlegur köttur af tegundinni Main Coon og líka köttur sem kenndur er við Cornish Rex og elskar að klifra upp á axlir fólks líkt og fréttamaður fékk að kynnast. Arnar Snæbjörnsson eigandi og kattaræktandi segir ketti einfaldlega bestu vini mannsins.

„Fjölbreytileikinn er rosalegur í þeim. Sumir eru eins og hundar í hegðun, jafnvel þjófóttir eða uppátækjasamir. Opnandi hurðar og gera svona ýmislegt, þannig það er svona margt sem gefur fólki líka og þeir eru félagslyndir líka.“

Mikill fjöldi fólks sótti sýninguna í Garðheimun en það sem vakti einna mesta athygli gesta voru kettir frá hinum rússnesku Kúrileyjum, sem í fyrsta sinn voru til sýnis hér á landi. Það sem aðgreinir þá frá öðrum köttum er það að á þeim er engin rófa. 

„Það er bara pínu dúskur. Það eru jafn margir liðir hér í og í venjulegum ketti. Hann er með aðeins stærri rindil heldur en hún. Eru þeir viðkvæmir í dúsknum? Nei nei nei, þeir hoppa og gera llt eins og venjulegur köttur sko.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.