Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:31 Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun