Handbolti

Sneypu­för Stjörnu­manna til Eyja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyjamenn kunna vel við sig í Eyjum.
Eyjamenn kunna vel við sig í Eyjum. Vísir/Jón Gautur

ÍBV lagði Stjörnuna með tíu marka mun í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 37-27.

Garðbæingar voru ef til vill með háleit markmið þegar þeir mættu til Vestmannaeyja í 2. umferð Olís deildar karla. Þau markmið sukku snögglega eftir að komið var til Eyja.

Eyjamenn, þó gestrisnir séu, höfðu engan áhuga á að gefa Stjörnumönnum jafnan leik. Staðan í hálfleik var 19-15 og eftir það gengu heimamenn frá leiknum, lokatölur 37-27.

Elías Þór Aðalsteinsson var markahæstur í liði ÍBV með 7 mörk. Anton Frans Sigurðsson kom þar á eftir með 6 mörk. Hjá Stjörnunni voru Jóel Bernburg, Hans Jörgen Ólafsson og Daníel Karl Gunnarsson með 4 mörk hver.

ÍBV hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa og trónir því á toppnum. Á sama tíma hefur Stjarnan tapað báðum sínum og situr á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×