„Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 09:00 Lára Kristín Pedersen hefur lokið leik í fótboltanum en hefur þó í nægu að snúast. Hún skilur sátt við þrátt fyrir að ákvörðunin um að ferlinum sé lokið hafi að vissu leyti verið tekin fyrir hana. Vísir/Ívar Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda. Lára er 31 árs og á sigursælan feril að baki. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, síðast með Val 2023. Hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi síðasta vetur en fékk sérlega slæmt brjósklos í apríl sem hún er enn að glíma við. „Það var bara mjög dramatískt að öllu leyti. Ég hef mjög verkjuð síðan þá og er það ennþá. En ég er hvergi bangin – ég mun ná mér,“ segir Lára í Sportpakkanum á Sýn. Hún skilur þó sátt við ferilinn. „Ég fann að það var engin eftirsjá og ég fann að þetta var farið að taka svolítið mikið af mér. Ég gekk oft svolítið fram af mér og svo fannst mér ákvörðunin tekin svolítið fyrir mig,“ segir Lára. Oft gengið fram af líkama og sál Lára glímdi við matarfíkn á meðan ferli hennar stóð sem tók sinn toll. Þegar hún segist hafa gengið fram af sér, var það bæði líkamlega og andlega. „Bæði núna í þessum meiðslum fann ég hvað ég hef gengið fram af líkama mínum lengur en kannski heilbrigt getur talist. Það sem situr meira eftir er hvað ég setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu og sinna mínum bata við mínum fíknisjúkdómi,“ „Ég fann um leið og ég hætti að spila fótbolta og var meidd hvað það varð allt auðveldara. Ég fann þá hvað það skipti mig meira máli, að halda heilbrigði frekar en að eltast við bolta, þó hann geti verið fallegur og skemmtilegur að elta,“ segir Lára og hlær. Einblínt á ranga hluti Lára birti pistil þegar hún tilkynnti um lokin á hennar ferli og sagði ákveðna eftirsjá að hafa ekki nýtt rödd sína betur á meðan ferlinum stóð. Bæði hvað varðar aðstöðu kvenna og jafnrétti innan íþrótta, en einnig hvað almennari nálgun varðar. „Ég hef bara mikla skoðun á því hvernig við nálgumst þessa íþrótt og hvað hún getur verið árangursdrifin á röngum forsendum. Mér finnst við komin út í meiri einstaklingshyggju en ég myndi kjósa. Alveg frá yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk finnst mér við leggja áherslu á rangan hlut,“ Hjálpar öðrum að sigrast á fíkn Hafandi sjálf reynslu af því að takast á við fíkn er það málefni sem stendur Láru nærri. Hún flutti heim frá Hollandi í sumar eftir að bakmeiðslin léku hana grátt í Hollandi og tók upp fyrri vinnu hjá Reykjavíkurborg auk þess sem hún stundar nám í fíknifræðum. „Ég er að koma aftur inn í vinnu síðast þegar ég bjó síðast á Íslandi, áður en ég fór út til Hollands. Það er málaflokki heimilislausra í Reykjavík, svo er ég í meistaranámi í fíknifræðum. Það má alveg gera ráð fyrir því að ég tjái mig eitthvað meira um þau málefni,“ „En svo er bara að njóta lífsins með mínum maka og mínu fólki. Ég mun ekki sitja auðum höndum heima hjá mér,“ segir Lára. Viðtalið má sjá í spilaranum. Fótbolti Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Lára er 31 árs og á sigursælan feril að baki. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, síðast með Val 2023. Hún lék með Fortuna Sittard í Hollandi síðasta vetur en fékk sérlega slæmt brjósklos í apríl sem hún er enn að glíma við. „Það var bara mjög dramatískt að öllu leyti. Ég hef mjög verkjuð síðan þá og er það ennþá. En ég er hvergi bangin – ég mun ná mér,“ segir Lára í Sportpakkanum á Sýn. Hún skilur þó sátt við ferilinn. „Ég fann að það var engin eftirsjá og ég fann að þetta var farið að taka svolítið mikið af mér. Ég gekk oft svolítið fram af mér og svo fannst mér ákvörðunin tekin svolítið fyrir mig,“ segir Lára. Oft gengið fram af líkama og sál Lára glímdi við matarfíkn á meðan ferli hennar stóð sem tók sinn toll. Þegar hún segist hafa gengið fram af sér, var það bæði líkamlega og andlega. „Bæði núna í þessum meiðslum fann ég hvað ég hef gengið fram af líkama mínum lengur en kannski heilbrigt getur talist. Það sem situr meira eftir er hvað ég setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu og sinna mínum bata við mínum fíknisjúkdómi,“ „Ég fann um leið og ég hætti að spila fótbolta og var meidd hvað það varð allt auðveldara. Ég fann þá hvað það skipti mig meira máli, að halda heilbrigði frekar en að eltast við bolta, þó hann geti verið fallegur og skemmtilegur að elta,“ segir Lára og hlær. Einblínt á ranga hluti Lára birti pistil þegar hún tilkynnti um lokin á hennar ferli og sagði ákveðna eftirsjá að hafa ekki nýtt rödd sína betur á meðan ferlinum stóð. Bæði hvað varðar aðstöðu kvenna og jafnrétti innan íþrótta, en einnig hvað almennari nálgun varðar. „Ég hef bara mikla skoðun á því hvernig við nálgumst þessa íþrótt og hvað hún getur verið árangursdrifin á röngum forsendum. Mér finnst við komin út í meiri einstaklingshyggju en ég myndi kjósa. Alveg frá yngri flokkum og alveg upp í meistaraflokk finnst mér við leggja áherslu á rangan hlut,“ Hjálpar öðrum að sigrast á fíkn Hafandi sjálf reynslu af því að takast á við fíkn er það málefni sem stendur Láru nærri. Hún flutti heim frá Hollandi í sumar eftir að bakmeiðslin léku hana grátt í Hollandi og tók upp fyrri vinnu hjá Reykjavíkurborg auk þess sem hún stundar nám í fíknifræðum. „Ég er að koma aftur inn í vinnu síðast þegar ég bjó síðast á Íslandi, áður en ég fór út til Hollands. Það er málaflokki heimilislausra í Reykjavík, svo er ég í meistaranámi í fíknifræðum. Það má alveg gera ráð fyrir því að ég tjái mig eitthvað meira um þau málefni,“ „En svo er bara að njóta lífsins með mínum maka og mínu fólki. Ég mun ekki sitja auðum höndum heima hjá mér,“ segir Lára. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Fótbolti Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira