Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 16:26 Stefán Melsted stefnir á opnun í Eimskipafélagshúsinu fyrir jól. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Á dögunum var skellt í lás á veitingastaðnum Brút, sem rekinn hafði verið í nokkur ár við góðan orðstír í húsinu, og kaffihúsinu Kaffi Ó-le, sem rekið hafði verið ögn skemur en ekki við síðri orðstýr. Þar með losnuðu glæsileg pláss fyrir annars vegar veitingastað og hins vegar kaffihús í sögufrægu húsi, þar sem nú er rekið hótel undir merkjum Radisson-keðjunnar alþjóðlegu. Fréttamiðillinn FF7 greindi frá því í dag að Stefán Melsted hyggði á opnun svokallaðs bístrós í húsinu ásamt félögum sínum. Það hafði miðillinn eftir heimildum sínum. Þaulreyndur í faginu Stefán var á fundi þegar Vísir sló á þráðinn hjá honum og gat því ekki rakið fyrirætlanir sínar í þaula en staðfesti þó að hann stefndi að því að opna bæði veitingastað og kaffihús auk „skemmtilegs bars“. Hann yrði þó einn í rekstrinum og ekki væri komin lokamynd á það hvers konar staði yrði um að ræða. Gengið er inn á kaffihúsið frá Hafnarstræti.Vísir/Anton Brink „Þetta verður einhver bullandi stemning,“ sagði hann. Hann þekkir vel til stemningarinnar sem fylgir því að reka veitingastaði enda hefur hann staðið að opnun staða á borð við Snaps, Kastrup og Plútó pizza. Sleppa framkvæmdum til að flýta fyrir opnun Spurður að því hvenær hann stefni á opnun staðanna segir hann það alfarið undir „embættismönnunum“ komið en veitingamenn hafa kvartað sáran undanfarna mánuði undan hægagangi í leyfisveitingaferlum. Þó hafa reglugerðarbreytingar verið gerðar og lagabreytingar boðaðar til þess að flýta megi fyrir veitingu leyfa til reksturs veitingastaða. Stefán segist enn sem komið er ekki hafa rekist á neina veggi að þessu sinni. Nauðsynlegt sé að opna sem allra fyrst til þess að þjónusta gesti hótelsins og hann sé þegar byrjaður að hjálpa hótelinu að komast yfir hjallann í morgunverðarmálum. Hann ætli ekki að ráðast í neinar framkvæmdir og reikni því með að ná að opna með pompi og prakt fyrir jól. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Á dögunum var skellt í lás á veitingastaðnum Brút, sem rekinn hafði verið í nokkur ár við góðan orðstír í húsinu, og kaffihúsinu Kaffi Ó-le, sem rekið hafði verið ögn skemur en ekki við síðri orðstýr. Þar með losnuðu glæsileg pláss fyrir annars vegar veitingastað og hins vegar kaffihús í sögufrægu húsi, þar sem nú er rekið hótel undir merkjum Radisson-keðjunnar alþjóðlegu. Fréttamiðillinn FF7 greindi frá því í dag að Stefán Melsted hyggði á opnun svokallaðs bístrós í húsinu ásamt félögum sínum. Það hafði miðillinn eftir heimildum sínum. Þaulreyndur í faginu Stefán var á fundi þegar Vísir sló á þráðinn hjá honum og gat því ekki rakið fyrirætlanir sínar í þaula en staðfesti þó að hann stefndi að því að opna bæði veitingastað og kaffihús auk „skemmtilegs bars“. Hann yrði þó einn í rekstrinum og ekki væri komin lokamynd á það hvers konar staði yrði um að ræða. Gengið er inn á kaffihúsið frá Hafnarstræti.Vísir/Anton Brink „Þetta verður einhver bullandi stemning,“ sagði hann. Hann þekkir vel til stemningarinnar sem fylgir því að reka veitingastaði enda hefur hann staðið að opnun staða á borð við Snaps, Kastrup og Plútó pizza. Sleppa framkvæmdum til að flýta fyrir opnun Spurður að því hvenær hann stefni á opnun staðanna segir hann það alfarið undir „embættismönnunum“ komið en veitingamenn hafa kvartað sáran undanfarna mánuði undan hægagangi í leyfisveitingaferlum. Þó hafa reglugerðarbreytingar verið gerðar og lagabreytingar boðaðar til þess að flýta megi fyrir veitingu leyfa til reksturs veitingastaða. Stefán segist enn sem komið er ekki hafa rekist á neina veggi að þessu sinni. Nauðsynlegt sé að opna sem allra fyrst til þess að þjónusta gesti hótelsins og hann sé þegar byrjaður að hjálpa hótelinu að komast yfir hjallann í morgunverðarmálum. Hann ætli ekki að ráðast í neinar framkvæmdir og reikni því með að ná að opna með pompi og prakt fyrir jól.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira