Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Hjörvar Ólafsson skrifar 9. september 2025 20:48 Menn lögðu allt í verkefnið. Franco Arland/Getty Images Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Fyrir leik Frakklands og Íslands fékk íslenska liðið jákvæðar fregnir frá Bakú þar sem Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik annarrar umferðar í riðlinum. Arnar Bergmann Gunnlaugsson og þjálfarateymi hans gerðu tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá hinum sannfærandi sigri gegn Aserum í fyrstu umferðinni. Stefán Teitur Þórðarson vék fyrir Mikael Neville Anderson inni á miðsvæðinu og Daníel Tristan Guðjohnsen leysti Albert Guðmundsson af hólmi í framlínunni. Albert meiddist þegar hann skoraði eitt marka Íslands í sigrinum gegn Aserbaídsjan og gat af þeim sökum ekki spilað í þessum leik. Daníel Tristan, sem kom inná í sínum fyrsta A-landsleik þegar hann kom inná fyrir bróður sinn, Andra Lucas, í leiknum gegn Aserbaísjan, byrjaði sinn fyrsta landsleik á Parc Des Princes. Eftir að hafa sýnt agaðan og skipulagðan varnarleik fystu 20 mínúturnar náði Andri Lucas Guðjohnsen forystunni fyrir Ísland um miðbik seinni hálfleiks. Ísak Bergmann Jóhannesson góða pressu á Michael Olise sem þrýsti honum til þess að senda boltann fyrir fætur Andra Lucasar sem þakkaði pent fyrir sig og klárið færið með stakri prýði. Þetta var tíunda markið sem Andri Lucas skorar fyrir íslenska landsliðið. Sóknarþungi franska liðsins jókst svo jafnt og þétt eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en Elías Rafn Ólafsson varði nokkrum sinnum frábærlega. Undir lok fyrri hálfleiks braut svo Mikael Neville Anderson á Marcus Thuram innan vítateigs og eftir VAR-skoðun benti Antonio Nobre, dómari leiksins, á vítapunktinn. Kylian Mbappé setti Elías Rafn í rangt horn og skoraði af feykilegu öryggi. Staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna í hálfleik. Þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leikum slapp Mbappé svo í gegn þegar rangstöðugildra Íslands gekk engan veginn upp, fyrirliði Frakka renndi boltanum á Bradley Barcola sem skoraði með skoti í autt markið. Skömmu síðar var Aurélien Tchouaméni vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir groddaralega tæklingu á Jón Dag Þorsteinsson sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir tæklinguna. Undir lok leiksins taldi íslenska liðið að það hefði jafnað metin og sterkt stig væri í augsýn. Andri Lucas setti þá boltann í netið eftir flotta fyrirgjöf frá Hákoni Arnari Haraldsssyni. Eftir VAR-skoðun var jöfnunarmarkið aftur á móti dæmt af þar sem Andri Lucas var talinn hafa togað í peysu Ibrahim Konaté í aðdraganda marksins. Klárlega umdeilanlegur dómur en markið dæmt af og lokatölur í Paris 2-1 Frakklandi í vil. Atvik leiksins Það var harður dómur að dæma mark Andra Lucasar af vegna peysutogs. Það er margt og mikið sem gengur á þegar varnarmenn og sóknarmenn eru að taka sér stöðu inni í vítateignum. Þetta mark hefði klárlega mátt standa og hefði það breytt miklu fyrir framvinduna í riðlinum ef svo hefði verið. Stjörnur og skúrkar Elías Rafn var frábær á milli stanganna í íslenska markinu. Sverri Ingi Ingason stóð sig feykilega vel í hjarta varnarinnar. Mikael Egill Ellertsson er svo sannarlega að stimpla sig inn í vinstri bakvarðarstöðuna. Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar lögðu gríðarlega vinnu í leikinn inni á miðsvæðinu. Pressa Ísaks Bergmanns skilaði fyrra markinu og Hákon Arnar lagði upp markið sem hefði átti að skila okkur verðskulduðu stigi. Andri Lucas var bæði vinnusamur í varnarleiknum, mikilvægur uppspilspunktur og nýtti færin sín vel. Það er grátlegt að seinna markið hans hafi ekki fengið að standa eins og það hefði að ósekju mátt gera. Dómarar leiksins Portúgalski dómarinn Antonio Nobre og teymið hans var búið að dæma þennan leik vel áður en hann bognaði undan pressu Kylian Mbappé, fór í skjáinn og fann peysutog hjá Andra Lucasi á Konaté. Fyrir utan þennan umdeilanlega dóm var dómgæslan hnökralaus og lítið upp á dómarann að klaga. Þetta var hins vegar risastórt atvik í lokin þegar Andri Lucas skoraði sem skilur Íslendinga eftir með óbragð í munninum. Stemning og umgjörð Fullt á vellinum í þessum leik en Frakkar voru mislyndir í stúkunni í kvöld. Sumir voru í góðri stemningu og sungu og trölluðu á meðan aðrir létu óánægu sína með markaþurrðina berlega í ljós framan af leiknum. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar Andri Lucas skoraði, þá varð ókyrrðin mikil. Ekki viss um að þeir tæplega 200 Íslendingar sem voru dreifðir um völlinn hafi náð að láta mikið í sér heyra. Þeir hafa þó skemmt sér konunglega á vellinum. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Fótbolti
Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Fyrir leik Frakklands og Íslands fékk íslenska liðið jákvæðar fregnir frá Bakú þar sem Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik annarrar umferðar í riðlinum. Arnar Bergmann Gunnlaugsson og þjálfarateymi hans gerðu tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá hinum sannfærandi sigri gegn Aserum í fyrstu umferðinni. Stefán Teitur Þórðarson vék fyrir Mikael Neville Anderson inni á miðsvæðinu og Daníel Tristan Guðjohnsen leysti Albert Guðmundsson af hólmi í framlínunni. Albert meiddist þegar hann skoraði eitt marka Íslands í sigrinum gegn Aserbaídsjan og gat af þeim sökum ekki spilað í þessum leik. Daníel Tristan, sem kom inná í sínum fyrsta A-landsleik þegar hann kom inná fyrir bróður sinn, Andra Lucas, í leiknum gegn Aserbaísjan, byrjaði sinn fyrsta landsleik á Parc Des Princes. Eftir að hafa sýnt agaðan og skipulagðan varnarleik fystu 20 mínúturnar náði Andri Lucas Guðjohnsen forystunni fyrir Ísland um miðbik seinni hálfleiks. Ísak Bergmann Jóhannesson góða pressu á Michael Olise sem þrýsti honum til þess að senda boltann fyrir fætur Andra Lucasar sem þakkaði pent fyrir sig og klárið færið með stakri prýði. Þetta var tíunda markið sem Andri Lucas skorar fyrir íslenska landsliðið. Sóknarþungi franska liðsins jókst svo jafnt og þétt eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en Elías Rafn Ólafsson varði nokkrum sinnum frábærlega. Undir lok fyrri hálfleiks braut svo Mikael Neville Anderson á Marcus Thuram innan vítateigs og eftir VAR-skoðun benti Antonio Nobre, dómari leiksins, á vítapunktinn. Kylian Mbappé setti Elías Rafn í rangt horn og skoraði af feykilegu öryggi. Staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna í hálfleik. Þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leikum slapp Mbappé svo í gegn þegar rangstöðugildra Íslands gekk engan veginn upp, fyrirliði Frakka renndi boltanum á Bradley Barcola sem skoraði með skoti í autt markið. Skömmu síðar var Aurélien Tchouaméni vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir groddaralega tæklingu á Jón Dag Þorsteinsson sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir tæklinguna. Undir lok leiksins taldi íslenska liðið að það hefði jafnað metin og sterkt stig væri í augsýn. Andri Lucas setti þá boltann í netið eftir flotta fyrirgjöf frá Hákoni Arnari Haraldsssyni. Eftir VAR-skoðun var jöfnunarmarkið aftur á móti dæmt af þar sem Andri Lucas var talinn hafa togað í peysu Ibrahim Konaté í aðdraganda marksins. Klárlega umdeilanlegur dómur en markið dæmt af og lokatölur í Paris 2-1 Frakklandi í vil. Atvik leiksins Það var harður dómur að dæma mark Andra Lucasar af vegna peysutogs. Það er margt og mikið sem gengur á þegar varnarmenn og sóknarmenn eru að taka sér stöðu inni í vítateignum. Þetta mark hefði klárlega mátt standa og hefði það breytt miklu fyrir framvinduna í riðlinum ef svo hefði verið. Stjörnur og skúrkar Elías Rafn var frábær á milli stanganna í íslenska markinu. Sverri Ingi Ingason stóð sig feykilega vel í hjarta varnarinnar. Mikael Egill Ellertsson er svo sannarlega að stimpla sig inn í vinstri bakvarðarstöðuna. Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar lögðu gríðarlega vinnu í leikinn inni á miðsvæðinu. Pressa Ísaks Bergmanns skilaði fyrra markinu og Hákon Arnar lagði upp markið sem hefði átti að skila okkur verðskulduðu stigi. Andri Lucas var bæði vinnusamur í varnarleiknum, mikilvægur uppspilspunktur og nýtti færin sín vel. Það er grátlegt að seinna markið hans hafi ekki fengið að standa eins og það hefði að ósekju mátt gera. Dómarar leiksins Portúgalski dómarinn Antonio Nobre og teymið hans var búið að dæma þennan leik vel áður en hann bognaði undan pressu Kylian Mbappé, fór í skjáinn og fann peysutog hjá Andra Lucasi á Konaté. Fyrir utan þennan umdeilanlega dóm var dómgæslan hnökralaus og lítið upp á dómarann að klaga. Þetta var hins vegar risastórt atvik í lokin þegar Andri Lucas skoraði sem skilur Íslendinga eftir með óbragð í munninum. Stemning og umgjörð Fullt á vellinum í þessum leik en Frakkar voru mislyndir í stúkunni í kvöld. Sumir voru í góðri stemningu og sungu og trölluðu á meðan aðrir létu óánægu sína með markaþurrðina berlega í ljós framan af leiknum. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar Andri Lucas skoraði, þá varð ókyrrðin mikil. Ekki viss um að þeir tæplega 200 Íslendingar sem voru dreifðir um völlinn hafi náð að láta mikið í sér heyra. Þeir hafa þó skemmt sér konunglega á vellinum.