HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Saka for­seta FIFA um í­trekuð brot og fara fram á rann­sókn

    Form­leg kvörtun hefur verið send til siða­nefndar Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandsins (FIFA) og þar full­yrt að for­seti sam­bandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlut­leysis­skyldu sinni þegar kemur að stjórn­málum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, for­seti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðar­verð­laun FIFA.

    Fótbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Ronaldo slapp við bann á HM

    Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Sem fag­maður frá­bær en enn­þá betri vinur“

    Heimir Hall­gríms­son, lands­liðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að um­kringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guð­mundi Hreiðars­syni, mark­mannsþjálfara.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    McTominay hoppaði hærra en Ronaldo

    Scott McTominay skoraði magnað mark með hjólhestaspyrnu þegar Skotar unnu Dani í undankeppni HM í vikunni og tryggðu sig inn á heimsmeistaramótið næsta sumar. Þegar menn fóru að mæla spyrnuna komu athyglisverðir hlutir í ljós.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FIFA setur nettröllin á svartan lista

    Alþjóðaknattspyrnusambandið grípur til harðra aðgerða gegn einstaklingum sem hafa sent frá sér hatursfull ummæli og hótanir á alheimsnetinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir að þeir mæti á heimsmeistaramótið næsta sumar.

    Fótbolti