Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 16:31 Jon Dahl Tomasson spilar hápressu fótbolta sem ekki allir Svíar eru ánægðir með, en Kim Kallström er sáttur. Michael Campanella/Getty Images Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu. Svíþjóð tapaði 2-0 gegn Kósovó í gærkvöldi og sænska knattspyrnusambandið þurfti að slökkva á ummælum á Instagram, svo slæm voru viðbrögð stuðningsmanna. Í sænskum miðlum er tapinu lýst sem algjörri niðurlægingu fyrir sænskan fótbolta. „Heimurinn hæðist að sænska landsliðinu... Það versta er að þeir áttu skilið að tapa“ skrifar Aftonbladet. Svo gott sem allt fór úrskeiðis hjá Svíþjóð í Kósovó í gærkvöldi, eins og Ísland fékk að upplifa fyrir ekki svo löngu. „Gulblátt HM partý breyttist í biksvarta martröð“ skrifar Expressen. Þá er einnig dregin er upp mynd af nágrannalöndunum gera grín að Svíþjóð. Danmörk í efsta sæti síns riðils eftir tvo leiki, Noregur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, Finnland í fínum séns með sjö stig eftir fimm leiki og Ísland í efsta sæti í sínum riðli, en á vissulega eftir að spila gegn Frakklandi. Isak í áflogum Stærsta stjarna liðsins og dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, spilaði sínar fyrstu mínútur en tókst engan veginn að komast inn í leikinn. Hans eftirminnilegasta stund var þegar hann lenti í áflogum við annan leikmann. Alexander Isak fékk gult spjald fyrir sinn þátt í stympingunum. Með aðeins eitt stig eftir tvo leiki eru svartsýnustu Svíar strax farnir að gefa HM drauminn upp á bátinn. Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús og í mjög góðri stöðu, en annað sætið er vissulega vel innan seilingar og gefur umspilsmöguleika. Önnur tegund af fótbolta Leikstíllinn sem Jon Dahl Tomasson leggur upp með virðist þó ekki hafa heillað. Hann spilar áhættusaman fótbolta, pressar stíft og lætur mann elta annan hátt upp völlinn. Svíar stóðu gáttaðir eftir að galopin vörnin hafði gefið tvö mörk. Armando Babani/Getty Images Í viðtölum eftir leik þurfti Tomasson að taka til varna við gagnrýni. „Ef þú skoðar síðustu tólf leiki fyrir þennan, síðan í september 2024, höfum við unnið átta, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Þeir geta svo sannarlega spilað svona. Við sjáum hvernig leikmenn við erum með, hvernig fótbolta þeir spila með sínum félagsliðum. Þetta er fótboltinn sem þeir spila, þetta er fótboltinn sem þeir vilja spila“ sagði Jon Dahl Tomasson, greinilega ómeðvitaður um að landsliðsfótbolti er önnur tegund af fótbolta, eins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ítrekað bent á. Heldur ró meðan báturinn ruggar Þrátt fyrir umlykjandi storm stendur sænska knattspyrnusambandið með sínum manni og leikstílnum sem hann leggur upp með. Kim Kallström kom Tomasson til varna eftir tapið í gær og sagði þröngsýni að kenna leikstílnum um eitt tap, það gæti gerst af ýmsum ástæðum. „Við getum ekki bara breytt öllu og kastað hlutum til hliðar þegar eitthvað fer aðeins úrskeiðis. Mitt starf er að halda ró á meðan báturinn ruggar“ sagði Kallström einnig. HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Svíþjóð tapaði 2-0 gegn Kósovó í gærkvöldi og sænska knattspyrnusambandið þurfti að slökkva á ummælum á Instagram, svo slæm voru viðbrögð stuðningsmanna. Í sænskum miðlum er tapinu lýst sem algjörri niðurlægingu fyrir sænskan fótbolta. „Heimurinn hæðist að sænska landsliðinu... Það versta er að þeir áttu skilið að tapa“ skrifar Aftonbladet. Svo gott sem allt fór úrskeiðis hjá Svíþjóð í Kósovó í gærkvöldi, eins og Ísland fékk að upplifa fyrir ekki svo löngu. „Gulblátt HM partý breyttist í biksvarta martröð“ skrifar Expressen. Þá er einnig dregin er upp mynd af nágrannalöndunum gera grín að Svíþjóð. Danmörk í efsta sæti síns riðils eftir tvo leiki, Noregur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, Finnland í fínum séns með sjö stig eftir fimm leiki og Ísland í efsta sæti í sínum riðli, en á vissulega eftir að spila gegn Frakklandi. Isak í áflogum Stærsta stjarna liðsins og dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, spilaði sínar fyrstu mínútur en tókst engan veginn að komast inn í leikinn. Hans eftirminnilegasta stund var þegar hann lenti í áflogum við annan leikmann. Alexander Isak fékk gult spjald fyrir sinn þátt í stympingunum. Með aðeins eitt stig eftir tvo leiki eru svartsýnustu Svíar strax farnir að gefa HM drauminn upp á bátinn. Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús og í mjög góðri stöðu, en annað sætið er vissulega vel innan seilingar og gefur umspilsmöguleika. Önnur tegund af fótbolta Leikstíllinn sem Jon Dahl Tomasson leggur upp með virðist þó ekki hafa heillað. Hann spilar áhættusaman fótbolta, pressar stíft og lætur mann elta annan hátt upp völlinn. Svíar stóðu gáttaðir eftir að galopin vörnin hafði gefið tvö mörk. Armando Babani/Getty Images Í viðtölum eftir leik þurfti Tomasson að taka til varna við gagnrýni. „Ef þú skoðar síðustu tólf leiki fyrir þennan, síðan í september 2024, höfum við unnið átta, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Þeir geta svo sannarlega spilað svona. Við sjáum hvernig leikmenn við erum með, hvernig fótbolta þeir spila með sínum félagsliðum. Þetta er fótboltinn sem þeir spila, þetta er fótboltinn sem þeir vilja spila“ sagði Jon Dahl Tomasson, greinilega ómeðvitaður um að landsliðsfótbolti er önnur tegund af fótbolta, eins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ítrekað bent á. Heldur ró meðan báturinn ruggar Þrátt fyrir umlykjandi storm stendur sænska knattspyrnusambandið með sínum manni og leikstílnum sem hann leggur upp með. Kim Kallström kom Tomasson til varna eftir tapið í gær og sagði þröngsýni að kenna leikstílnum um eitt tap, það gæti gerst af ýmsum ástæðum. „Við getum ekki bara breytt öllu og kastað hlutum til hliðar þegar eitthvað fer aðeins úrskeiðis. Mitt starf er að halda ró á meðan báturinn ruggar“ sagði Kallström einnig.
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira