Lífið

Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rósa og Hersir gáfu syni sínum nafn í lok ágúst.
Rósa og Hersir gáfu syni sínum nafn í lok ágúst.

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Hugi Ólafur.

Hugi litli kom í heiminn þann 30. júní síðastliðinn og er fyrsta barn foreldra sinna. Parið greindi frá gleðifréttunum í færslu á samfélagsmiðlum.

„Hugi Ólafur Hersisson fékk nafnið sitt í bongó blíðu umvafinn frábæru fólki í lok ágúst,“ skrifar Rósa við færsluna og deildi nokkrum myndum úr veislunni. 

Fjölskyldan geislaði af gleði, Rósa var sérlega glæsileg í rauðum blómakjól, á meðan feðgarnir mættu í stíl — Hersir í brúnum jakka og Hugi í smekkbuxum í samsvarandi lit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.