Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar 9. september 2025 09:32 Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun