Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar 9. september 2025 09:32 Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun