Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 8. september 2025 10:30 Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar